Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutaði 79 milljónum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutaði í dag 79 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015 til 2019. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Samtals bárust 156 umsóknir, þar af 45 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 111 til menningar. Úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs samþykkti að veita 77 verkefni styrkvilyrði.
28.04.2017 | LESA

Lesa meira

Samráðsfundur um gerð svæðisskipulags

Kynningar- og samráðsfundur til undirbúnings svæðisskipulagsgerð var haldinn þann 5. apríl á Akureyri. Til hans voru boðaðir fulltrúar sveitarfélaga og verkefnisstjórnar DMP verkefnisins svokallaða en það snýst um stefnu og aðgerðaáætlun fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Einnig voru boðið fulltrúum frá Markaðsstofu Norðurlands og tengdum aðilum, atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði, Minjastofnun, Byggðastofnun, Vegagerðinni og fleiri aðilum.
10.04.2017 | LESA

Lesa meira