Á svæði Eyþings eru fjórar byggðir skilgreindar sem „Brothættar byggðir“ Stjórn Eyþings skipaði Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóra Eyþings í verkefnastjórnir Raufarhafnar og Öxarfjarðar og Gunnar Gíslason í verkefnastjórnir Grímseyjar og Hríseyjar.
Sl. föstudag fór verkefnastjórn verkefnisins Öxarfjörður í sókn ásamt Silju Jóhannesdóttur, verkefnastjóra, og heimsótti nokkur fyrirtæki á svæðinu. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér betur þá starfsemi sem þar er. Verkefnastjórnin fundaði í Gljúfrastofu en heimsótti einnig Rifós, Verslunina Ásbyrgi, Silfurstjörnuna og Fjallalamb.
13.03.2017 | LESA