Kynning á skipulagsmálum haf- og strandsvæða

Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Verkís verkfræðistofa boðuðu til kynningar á skipulagsmálum haf- og standsvæða þann 22. mars sl. Gunnar Páll Eydal frá Verkís og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga voru með framsögu en þeir hafa mikla reynslu af skipulagsmálum haf- og strandsvæða. Fundurinn var mjög upplýsandi og fræðandi. Farið var yfir langa reynslusögu Vestfirðinga af þessum málum. Ásamt því að ítarlega var farið yfir drög að frumvarpi um skipulag haf- og strandsvæða. Miklar umræður spunnust í framhaldi af erindum þeirra.
23.03.2017 | LESA

Lesa meira

Öxarfjörður í sókn-fyrirtækjaheimsóknir

Á svæði Eyþings eru fjórar byggðir skilgreindar sem „Brothættar byggðir“ Stjórn Eyþings skipaði Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóra Eyþings í verkefnastjórnir Raufarhafnar og Öxarfjarðar og Gunnar Gíslason í verkefnastjórnir Grímseyjar og Hríseyjar. Sl. föstudag fór verkefnastjórn verkefnisins Öxarfjörður í sókn ásamt Silju Jóhannesdóttur, verkefnastjóra, og heimsótti nokkur fyrirtæki á svæðinu. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér betur þá starfsemi sem þar er. Verkefnastjórnin fundaði í Gljúfrastofu en heimsótti einnig Rifós, Verslunina Ásbyrgi, Silfurstjörnuna og Fjallalamb.
13.03.2017 | LESA

Lesa meira

Um stjórnir og góða stjórnhætti

Vorráðstefna viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri verður haldinn fimmtudaginn 9. mars í hátíðarsal skólans.
08.03.2017 | LESA

Lesa meira

Samráðsfundir um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga

Samráðsfundir um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga fóru fram þann 7. mars sl. á Akureyri og Húsavík. Tilgangur fundanna var að kynna verkefnið, hlusti á skoðanir og mat kjörinna fulltrúa sveitarfélaga, framkvæmdastjóra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, á stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga um land allt til að ræða hvaða leiðir fundarmenn telji best til þess fallnar að ná megin markmiðum verkefnisins. Í upphafi fundarins var kynnt og rædd niðurstaða úr íbúakönnun sem fram fór í völdum sveitarfélögum í nóvember og desember 2016.
08.03.2017 | LESA

Lesa meira

Heimsókn SASS

Stjórn og framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga komu í heimsókn á skrifstofu Eyþings sl. föstudag. Stjórn SASS byrjaði daginn á stjórnarfundi í húsakynnum Eyþings. Síðan kynnti Pétur Þór Eyþing og starfsemi þess. Jafnframt var farið í skoðunarferð um Hafnarstræti 91 og kynntar þær stofnanir sem eru þar til húsa. Starfsfólk Eyþings þakkar SASS fólki kærlega fyrir skemmtilega samverustund.
07.03.2017 | LESA

Lesa meira