Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra kom saman á Fosshótel Húsavík 25. október sl. Í samningi um sóknaráætlun kemur fram að landshlutasamtökin skipi samráðsvettvang þar sem tryggð er sem breiðust aðkoma ólíkra aðila og gætt að búsetu-, aldurs- og kynjasjónarmiðum. Landshlutasamtökin skilgreina hlutverk og verkefni samráðsvettvangs og skal hann hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar. Gert er ráð fyrir að samráðsvettvangurinn komi saman a.m.k. árlega.
01.11.2017 | LESA

Lesa meira

Verkefnisstjóri menningarmála ráðinn

Í starfið hefur verið ráðin Vigdís Rún Jónsdóttir listfræðingur. Hún mun hefja störf í nóvember nk.
20.10.2017 | LESA

Lesa meira

Ísland ljóstengt byggðastyrkir 2018

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að verja samtals 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018 til að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Sambærilegur styrkur var veittur vegna slíkra framkvæmda árið 2017. Að þessu sinni verður 14 sveitarfélögum boðinn styrkur, samtals að upphæð 90 milljónir króna. Styrkupphæð hvers sveitarfélags ræðst af fjárhagsstöðu og meðaltekjum íbúa, byggðaþróun síðstliðin 10 ár, þéttleika og hlutfalli ótengdra staða sem og fjarlægð byggðar frá þjónustukjarna og ástandi vega.
11.10.2017 | LESA

Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Kynning 10 október

Ferðamálastofa og Eyþing standa sameiginlega að kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nk. þriðjudag, þann 10. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 11.00 – 12.30 á Hótel Kea og sá seinni í Seiglunni, Laugum í Þingeyjarsveit kl. 15-16.30.
04.10.2017 | LESA

Lesa meira

Stjórn Eyþings hélt stjórnarfund á Raufarhöfn

Stjórn Eyþings fundaði á Raufarhöfn þann 27. september sl. Að fundi loknum var farið var um Raufarhöfn undir leiðsögn Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri Brothætta byggða og voru m.a. skoðuð ýmis dæmi um afrakstur verkefnisins um Brothættar byggðir.
03.10.2017 | LESA

Lesa meira