Gleðileg jól

22.12.2016 | LESA

Lesa meira

Bókun stjórnar vegna frumvarps til fjárlaga 2017

Stjórn Eyþings fjallaði um frumvarp til fjárlaga 2017 á fundi sínum föstudaginn 16. desember og samþykkti eftirfarandi bókun: Á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í apríl sl. kynntu fulltrúar Eyþings tvö mál fyrir nefndinni sem lögð var rík áhersla á að færi inn í fjögurra ára samgönguáætlun. Undir sjónarmið Eyþings var tekið og lagði nefndin til að þessi verkefni færu inn á áætlun, annars vegar að lokið yrði við gerð Dettifossvegar og hins vegar að áfram yrði unnið að undirbyggingu flughlaðs á Akureyrarflugvelli með því að nýta til þess efni sem til fellur úr Vaðlaheiðargöngum.
19.12.2016 | LESA

Lesa meira

Fréttatilkynning frá Strætó - Gjaldskrárhækkun

Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desember sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Í rekstri Strætó vegur hækkun á launakostnaði og olíuverði um 70% af heildar rekstrarkostnaði. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt fargjald í appinu fyrir börn yngri en 18 ára, aldraða og öryrkja verða óbreytt. Önnur fargjaldaform eins og farmiðar og kort hækka í kringum 4,0%.
19.12.2016 | LESA

Lesa meira

Umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 hafið

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Stefnt er að undirritun styrktarsamninga vegna Ísland ljóstengt 2017 í febrúar næstkomandi.
14.12.2016 | LESA

Lesa meira