Gleðileg jól

22.12.2016 | LESA

Lesa meira

Bókun stjórnar vegna frumvarps til fjárlaga 2017

Stjórn Eyþings fjallaði um frumvarp til fjárlaga 2017 á fundi sínum föstudaginn 16. desember og samþykkti eftirfarandi bókun: Á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í apríl sl. kynntu fulltrúar Eyþings tvö mál fyrir nefndinni sem lögð var rík áhersla á að færi inn í fjögurra ára samgönguáætlun. Undir sjónarmið Eyþings var tekið og lagði nefndin til að þessi verkefni færu inn á áætlun, annars vegar að lokið yrði við gerð Dettifossvegar og hins vegar að áfram yrði unnið að undirbyggingu flughlaðs á Akureyrarflugvelli með því að nýta til þess efni sem til fellur úr Vaðlaheiðargöngum.
19.12.2016 | LESA

Lesa meira

Fréttatilkynning frá Strætó - Gjaldskrárhækkun

Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desember sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Í rekstri Strætó vegur hækkun á launakostnaði og olíuverði um 70% af heildar rekstrarkostnaði. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verða 440 kr., sem er hækkun um 4,8%, en staðgreiðsla og stakt fargjald í appinu fyrir börn yngri en 18 ára, aldraða og öryrkja verða óbreytt. Önnur fargjaldaform eins og farmiðar og kort hækka í kringum 4,0%.
19.12.2016 | LESA

Lesa meira

Umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 hafið

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Stefnt er að undirritun styrktarsamninga vegna Ísland ljóstengt 2017 í febrúar næstkomandi.
14.12.2016 | LESA

Lesa meira

Raforkumál á Norðurlandi eystra.

Eyþing og Orkustofnun boða fulltrúa sveitarfélaga til fundar um raforkumál á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri 30. nóvember 2016 kl. 13:30 Efni fundarins:
18.11.2016 | LESA

Lesa meira

Ályktun aðalfundar Eyþings 2016

Ályktun Aðalfundur Eyþings, haldinn 11. og 12. nóvember 2016, á Þórshöfn samþykkir eftirfarandi ályktun:
16.11.2016 | LESA

Lesa meira

Aðalfundur Eyþings 2016

Aðalfundur Eyþings var haldinn dagana 11. og 12. nóvember sl. á Þórshöfn í Langanesbyggð. Á aðalfundinum fengum við erindi frá Önnu Lóu Ólafsdóttur um samstarf og samvinnu. Rætt var um samstarf og stoðstofnanir sveitarfélaga. Kristján Þór Júlíusson fyrsti þingmaður kjördæmisins flutti ávarp fyrir hönd þingmanna kjördæmisins. Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga komst ekki vegna veðurs. Sú nýjung var á dagskrá að í lok fundar sátu þingmennirinir Kristján Þór Júlíusson, Steingrímur Sigfússon, Þórunn Egilsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir fyrir svörum.
16.11.2016 | LESA

Lesa meira

Aðalfundur Eyþings 2016 verður 11. og 12. nóvember

Aðalfundur Eyþings verður haldinn 11. og 12. nóvember á Þórshöfn í Langanesbyggð. Dagskrá fundarins má finna hér
03.10.2016 | LESA

Lesa meira

Útgáfa 2 af Sóknaráætlun hefur verið sett á vefinn

Útgáfa 2 af Sóknaráætlun fyrir Norðurlands eystra 2015-2019 hefur verið sett á heimasíðu Eyþings. Útgáfa 2 felur í sér endurskoðað stefnuskjal ásamt viðamikilli aðgerðaráætlun og yfirlit yfir áhersluverkefni í viðaukum og má finna hér.
29.09.2016 | LESA

Lesa meira

Aðalfundi Eyþings frestað

Stjórn Eyþings hefur samþykkt að fresta aðalfundi Eyþings sem vera átti á Þórshöfn 30. september og 1. október. Að baki frestuninni liggja nokkrar ástæður sem farið hefur verið yfir með sveitarstjóra Langanesbyggðar. Stjórnin harmar þau óþægindi sem þessi breyting veldur gestgjöfum aðalfundar í Langanesbyggð.
27.09.2016 | LESA

Lesa meira