Samningur um sóknaráætlun Norðurlands eystra

Þann 10. febrúar sl. var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Fyrir hönd ríkisins skrifuðu undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson en fyrir hönd landshlutana átta, formenn eða framkvæmdarstjórar þeirra. Vegna veðurs komust fulltrúar Eyþings og SSA samtaka sveitarfélaga á Austurlandi ekki til að skrifa undir í Reykjavík. Þess í stað var skrifað undir samningana í gær á sameiginlegum fundi Eyþings og SSA með þingmönnum norðausturkjördæmis í Mývatnssveit. Fyrir hönd ríkisins voru mættir forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, Logi Már Einarsson formaður stjórnar Eyþings skrifaði undir samninginn fyrir hönd Eyþings.
12.02.2015 | LESA

Lesa meira