Aðalfundur Eyþings var haldinn 9. og 10. október sl. í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit. Á aðalfundinum fengum við erindi um stöðu og framtíð Háskólans á Akureyri, um stöðu og framtíð framhaldsskólanna, um Strætó hjá Eyþingi, frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Einnig komu Stefanía Traustadóttir frá innanríkisráðuneytinu, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og ávörpuðu fundinn. Miklar og góðar umræður spunnust um erindin á fundinum.
13.10.2015 | LESA