Alþjóðleg athafnavika á Íslandi

Alþjóðleg athafnavika er haldin á Íslandi 16.-22. nóvember í samstarfi fjölmargra aðila og verður á þeim tíma forvitnileg dagskrá haldin á Amtsbókasafninu, í Ketilhúsinu og Háskólanumá Akureyri. Í fréttatilkynningu um dagskrána segir: Lausn vandamála felst í athafnasemi. Með Alþjóðlegri athafnaviku á Íslandi geta allir lagt hönd á plóg við að færa fram eitthvað jákvætt til samfélagsins.

Nú geta allir, menntastofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, hópar og einstaklingar efnt til viðburðar í þeim tilgangi að virkja þjóðina til jákvæðra verka. Aðilar í stuðningsumhverfi atvinnu- og menningarlífs á Norðurlandi leggja sitt af mörkum og standa fyrir eftirfarandi dagskrá á Akureyri.

Frumkvæði og framkvæmdagleði á Amts-café (Amtsbókasafninu) í hádeginu dagana 16.-20. nóv. kl. 12.15-12.45. Veitingar seldar á staðnum. Framsækið fólk flytur áhugaverð erindi úr ólíkum áttum.

Mánudagur 16. nóv: Akureyrarstofa og Markaðsstofa Ferðamála á Norðurlandi kynna starfsemi sína.

Þriðjudagur 17. nóv: Sigríður Bergvinsdóttir - nýting kartöflunnar og nýjungar í framreiðslu, og Garðsbúið ehf. - framþróun í landbúnaði.

Miðvikudagur 18. nóv: Vélfag ehf. og Raf ehf. - kröftug nýsköpunarfyrirtæki með nýjungar fyrir fiskvinnslu.

Fimmtudagur 19. nóv: Grasrót - iðngarðar og nýsköpun, og Laufabrauðssetrið - menningararfur og nýsköpun.

Föstudagur 20. nóv: Sævar Freyr Sigurðsson og Saga Travel – Ferðaþjónusta; ástríður, saga og náttúra!

Drifkraftur og athafnasemi í Ketilhúsinu fimmtudaginn 19. nóv. kl. 15-18

Ráðgjafatorg: Aðilar frá Byggðastofnun, NORA, Norðurslóðaáætluninni (NPP), Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga, Vaxtarsamningi Eyjafjarðar, Menningarráði Eyþings, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólanum á Akureyri, Akureyrarstofu og Norrænu upplýsingaskrifstofunni munu vera á staðnum og veita upplýsingar um sína starfssemi og stuðningsumhverfi frumkvöðla og atvinnulífs á Norðurlandi.

Framkvæmd og sköpunargleði: Kynnt verða nokkur góð dæmi um drifkraftinn í norðlensku athafnalífi.

kl. 15.00: Grasrót - iðngarðar og nýsköpun.

kl. 15.30: Gebris - nýsköpunarverkefni í ferðaþjónustu.

kl. 16.00: Stofnun Vilhjálms Stefánssonar - Trossan.

kl. 16.30: Snjótöfrar og Jólasveinarnir í Dimmuborgum.

kl. 17.00: North Hunt - skotveiðitengd ferðaþjónusta.

kl. 17.30: Sævör ehf. - Náttúrutengd köfun í ferðaþjónustu.

Auk þessara aðila verða fyrirtækin Ektafiskur og Bergmenn á staðnum og kynna starfsemi sína.

Málstofur í Háskólanum á Akureyri í hádeginu dagana 17.-20. nóv. Sjá nánar á www.unak.is.

Annað áhugavert í vikunni: Frumkvöðlar verða á ferðinni og munu heimsækja nemendur í HA, MA og VMA og kynna verkefni sín. Skúffuskáld heimsækja fyrirtæki.

Allir viðburðir eru opnir öllum og án endurgjalds.