Áhersluverkefni 2018

Mynd: Menningarfélag Akureyrar
Mynd: Menningarfélag Akureyrar

Nýverið samþykkti stjórn Eyþings sjö áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árið 2018.

Eftirfarandi verkefni voru samþykkt:

1 SinfoniaNord – þjónusta og upptaka á sinfónískri tónlist í Hofi. Upphæð 19.000.000 kr. Framkvæmdaraðili er Menningarfélag Akureyrar.

2 Okkar áfangastaður – markaðsgreining fyrir Norðurland. Upphæð 12.500.000 kr. Framkvæmdaraðili er Markaðsstofa Norðurlands.

3 Innviðagreining á Norðurlandi eystra. Upphæð 8.000.000 kr. Framkvæmdaraðilar eru Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar.

4 Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurland. Upphæð 5.500.000 kr. Framkvæmdaraðilar eru Eyþing og SSNV.

5 Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll. Upphæð 3.500.000 kr. Framkvæmdaraðili er Eyþing.

6 Ungt og skapandi fólk. Upphæð 4.000.000 kr. Framkvæmdaraðili er N4 ehf.

7 Menntunarþörf og tækifæri eftir starfssviðum og greinum á Norðurlandi. Upphæð 6.000.000 kr. Framkvæmdaraðili er Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri.

Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans.

Hægt er að kynna sér verkefnin nánar hér.