Aðalfundur Eyþings 7. og 8. október

Aðalfundur Eyþings verður haldinn á Fosshóteli Húsavík dagana 7. og 8. október næstkomandi. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður áhersla í umfjöllun fundarins á stefnumörkunina Ísland 2020 og sóknaráætlanir landshuta innan hennar. Auk þess verður fjallað um breytt vinnuumhverfi og viðfangsefni landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Strax að lokinni fundarsetningu kl. 13:30 föstudaginn 7. október verða fluttar fjórar framsögur sem þessum efnum tengjast. Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu fjallar um breytt verklag í stjórnsýslunni, Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fjallar um áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga, Árni Ragnarsson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar fjallar um matskvarða og loks verður erindi Gunnlaugs Stefánssonar, forseta bæjarstjórnar Norðurþings undir yfirskriftinni Orkan í Þingeyjarsýslu -  hvað nú?
Þessu næst verður ávarp Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra og 1. þingsmanns Norðausturkjördæmis og einnig mun fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga ávarpa fundinn.
Síðari dag aðalfundarins verða ávörp Ásbjörns Björgvinssonar forstöðumanns Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi, sem fjallar um mótun ferðamálastefnu og Þórgunnar Reykjalín Vigfúsdóttur formanns Menningarráðs Eyþings, sem fjallar um mótun menningarstefnu. Aðalfundinum lýkur síðan með afgreiðslu á álitum nefnda og kosningum.
Fleiri fulltrúar sitja nú aðalfundi Eyþings en áður því á aðalfundi fyrir ári var gerð sú veigamikla breyting á lögum Eyþings að auk 40 kjörinna aðalfundarfulltrúa eiga nú aðalmenn í sveitarstjórn og framkvæmdastjórar sveitarfélaganna seturétt á aðalfundinum með málfrelsi og tillögurétti.

Dagskrá aðalfundarins í heild er þannig:

Föstudagur 7. október.
13.00 Skráning.
13.30 Fundarsetning. Bergur Elías Ágústsson formaður Eyþings.
Kosning tveggja fundarstjóra og tveggja ritara
Kosning kjörnefndar
Skýrsla stjórnar
Ársreikningur og fjárhagsáætlun
Tillögur og erindi frá stjórn og fulltrúum

 Þema dagskrár: Ísland 2020 – sóknaráætlanir landshluta.
14.05 Breytt verklag í stjórnsýslunni.
  Hermann Sæmundsson skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu
14.25  Áhrif nýrra sveitarstjórnarlaga.
  Guðjón Bragason sviðsstjóri hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga
14.45  Matskvarðar.
  Árni Ragnarsson sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar
15.05  Orkan í Þingeyjarsýslu – hvað nú?
  Gunnlaugur Stefánsson forseti bæjarstjórnar Norðurþings
  
15.25       Kaffihlé.

16.45  Fyrirspurnir og umræður.

16.15 Ávörp.
Innanríkisráðherra
Samband ísl. sveitarfélaga (formaður eða framkvæmdastjóri)
1. þingmaður Norðausturkjördæmis

 
17.00 Nefndastörf.

18.00 Fundarhlé.

 
18.05 Skoðunarferð í boði Norðurþings.

20.00  Kvöldverður á Fosshóteli. Veislustjórn í höndum heimamanna.


Laugardagur 8. október. 

09.00 Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (skýrsla heilbrigðisnefndar, ársreikningur, fjárhagsáætlun).

09.25  Menningarráð (skýrsla menningarráðs, fjárhagsáætlun).

09.50  Mótun menningarstefnu.
  Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir formaður Menningarráðs Eyþings

10.05  Mótun ferðamálastefnu.
  Ásbjörn Björgvinsson forstöðumaður Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi

10.20  Fyrirspurnir og umræður.

10.35  Nefndastörf.
 
12.15  Hádegisverður.

13.15 Álit nefnda.  Afgreiðsla tillagna og ályktana, kosningar o.fl.
• Aðgerðaáætlun fyrir Eyþing 2011 – 2012, afgreiðsla tillagna.
• Ársreikningur 2010.
• Afgreiðsla á endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2011 og fjárhagsáætlun 2012.
• Afgreiðsla á endurskoðaðri fjárhagsáætlun menningarráðs 2011 og áætlun 2012.
• Kosning varamanns í heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra.
• Val á endurskoðanda til eins árs.
• Ákvörðun um fundarstað næsta aðalfundar.
• Önnur mál.

14.30 Áætluð fundarslit.

 

Ath. Stjórn Eyþings áskilur sér rétt til breytinga á dagskránni