Aðalfundi Eyþings frestað

Stjórn Eyþings hefur samþykkt að fresta aðalfundi Eyþings sem vera átti á Þórshöfn 30. september og 1. október. Að baki frestuninni liggja nokkrar ástæður sem farið hefur verið yfir með sveitarstjóra Langanesbyggðar. Stjórnin harmar þau óþægindi sem þessi breyting veldur gestgjöfum aðalfundar í Langanesbyggð.

Stefnt er að aðalfundi að afloknum kosningum, þ.e. í fyrri hluta nóvember, og verður dagsetning væntanlega tilkynnt nú í vikunni. Vænst er góðrar mætingar fulltrúa, nýkjörinna þingmanna og gesta.