28 milljónir til 69 verkefna

Fimmtudaginn 19. mars úthlutaði Menningarráð Eyþings 28 milljónum króna til menningarstarfs á starfssvæði Eyþings við hátíðlega athöfn í Menningarmiðstöð Þingeyinga – Safnahúsinu á  Húsavík. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er styrkjum samkvæmt samstarfssamningi menntamálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og sveitarfélaga í Eyþing um menningarmál. Ávörp fluttu Björn Ingimarsson formaður Menningarráðs Eyþings og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.  Auk þeirra voru viðstaddir styrkþegar menningarráðs, sveitarstjórnarmenn og gestir. Menningarráðið leggur jafnan áherslu á að þau verkefni sem hljóta styrki efli á einhvern hátt samstarf og/eða samvinnu í menningarmálum á Norðausturlandi eða dragi fram menningaleg sérkenni svæðisins.   Áherslur við úthlutun þessa árs eru meðal annars verkefni sem stuðla að samvinnu atvinnumanna í listum og leikmanna, verkefni sem hvetja til samvinnu ólíkra þjóðarbrota í samstarfi við Íslendinga, verkefni sem efla þekkingu og fræðslu á sviði menningar og lista og verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista.
Hæsta styrkinn hlaut Listahátíðin „List án landamæra á Norðausturlandi“.   Verkefnið hefur vaxið og dafnað ár frá ári. Mikið af góðu og öflugu fólki hefur unnið frábæra vinnu og staðið fyrir fjölmörgum sýningum og uppákomum. Smá saman hafa fleiri aðilar og hópar gengið til liðs við hátíðina og sýnileiki hennar orðið meiri.  Í ár bætast fjölmargir aðilar við hátíðina á Norðausturlandi og eru þátttökuhóparnir orðnir 12  í  fjórum sveitarfélögum. Verkefnin sem hóparnir vinna að eru aflar fjölbreytt sem dæmi má nefna þá verður Fjölmennt með sýningu í Amtsbókasafninu þar sem unnið  verður með Grænland sem þema. Huglistarhópurinn sýnir í Ketilhúsinu og reisir að auki stóran og mikinn safnvörð við Safnasafnið á Svalbarðseyri. Samsýning fatlaðra og ófatlaðra listamanna verður í Listhúsi Fjallabyggðar. Setrið, geðræktarmiðstöð og Miðjan standa fyrir listnámskeiðum, listasýningum, og Geðveiku kaffihúsi. Góður hópur fólks skipuleggur tónlistardagskrá í Ketilhúsinu og í Deiglunni á Akureyri í samstarfi við fatlað og ófatlað tónlistarfólk.  Eftirtalin verkefni hlutu styrk að þessu sinni:   Verkefni  Umsækjandi SIN HÚSVÍK Menningarmiðstöð Þingeyinga Heimsókn Menningarmiðstöð Þingeyinga Laufabrauðsdagurinn Hugrún Ívarsdóttir  Vorþing Akureyrarakademíunnar Akureyrarakademían Litla ljóðahátíðin Litl ljóða hámerin Ljóðahátíðin Glóð Ungmennafélagið Glói Menning úr heimabyggð - Arfurinn okkar Glitský - Ásdís Arnardóttir Menningardagskrá í Draflastaðakirkju Sveitasetrið Draflastöðum Rauðanesdagur Bjarnveig Skaftfeld Núll einn og einn níu - Sögur af Akureyrarflugvelli Gestur Einar Jónasson Þekktar persónur á síldartunnubotnum Veitingastofan Marisa Hrútadagur á Raufarhöfn Hestamannafélagið Neshestar Námskeið í Sagnamennsku að Húsabakka Náttúrusetur á Húsabakka Hinn þingeyski sagnamaður Atvinnuþróunarfél. Þingeyinga Ljósmyndasýning nýbúa Menningarráð Dalvíkurbyggðar Myndlistanámskeið fyrir börn með áherslu á hafið Menningarnefnd Fjallabyggðar leirverkstæði á Listasafni Margrét Jónsdóttir Sögu og fræðslubæklingur fyrir siglingar með Húna II Hollvinir Húna II "Konan og ástin" í ljóðum Davíðs Stefáns Sigrún Jónsdóttir  Ekki dessert, ekki konsert heldur dansert Anna Richardsdóttir Menning á sjálfbærum áfangastað Markaðsráð Hríseyjar útilegumenn í Ódáðahrauni - stækkun sýningar Svartárkot, menning- náttúra Sólstöðuhátíð í Grímsey Listalíf ehf Gásahátíðartónleikar með sérsömdum tónverkum Jóns Hlöðvers Tölvutónn ehf 20/20 Hjörleifur Örn Jónsson Frón tónlistarfélag Polifonia Classics ehf Söguslóð: miðbær-innbær Akureyrarstofa Kreppa og kærleikur - nýjir Íslendingar á nýja Íslandi Alþjóðahúsið, Norræna uppl.skrifst. Og Menningarmiðstöðin Listagili Blúshátíðin í Ólafsfirði 2009  - Norðurlandskvöld Jassklúbbur Ólafsfjarðar Málþing um þingeyskt handverk Þingeyskt og þjóðlegt Viðburðir í Leikhúsinu á Möðruvöllum  Amtmannssetrið á Möðruvöllum Heimaréttarkvöld í Mývatnssveit Gestur Einar Jónasson Aðventudagskrá í Þingeyjarsýslum Sauðanesnefnd /MMÞ Leiklistarvinnuskóli í Langanesbyggð Langanesbyggð Hymnodia 2009 Hymnodia Réttardagur 50 sýninga röð Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Þorgeirsstofa Goðafossveitingar Sólódansverk, vinnuheiti: Speglar Anna Richardsdóttir Vitið þér enn - eða hvað? Viðburðarröð um menningararf kvenna Mardöll félag um menningararf kvenna Íslensk kórtónlist Kammerkór Norðurlands Listasmiðjur barna. Jónsmessusmiðjur og vökusmiðja Gilfélagið Þingeysk og þjóðleg minjagripaframleiðsla Samstarfshópur um þingeyska minjagripaframleiðslu Gítarhetjuhátíð á Akureyri Blúsfélag Akureyrar Námskeiðahald á Handverkshátíð í Eyjafjarðarsveit Eyjafjarðarsveit Lyst í Garðinum Akureyrarvaka / Guðrún Þórsdóttir Sjávarþorp og menning Sjóferðir Snorra Föstudagsfreistingar Tónlistarfélag Akureyrar Sýning í Kópaskersvita  Vitastígur á Norðausturlandi og Listahátíð í Reykjavík Sumardjassnámskeið Eyjafjarðar Eiríkur Stephensen  Marimbanámskeið fyrir unglinga á Norðurlandi Ásta Magnúsdóttir og fl.  Skólatónleikar SN Sinfóníuhljómsveit Norðurlands Opnunardagar Menningarhúss Dalvíkur Menningarráð Dalvíkurbyggðar Mývatnssveit, töfraland jólanna Mývatnsstofa Heitir fimmtudagar Jazzklúbbur Akureyrar Frumflutningur á kórverkinu "Hallgrímur lýkur passíusálmum" Tölvutónn ehf Bæklingur á Listasumri Menningarmiðstöðin Listagili Myndlistasýningar í Menningarhúsinu á Dalvík Menningarráð Dalvíkurbyggðar Sögugönguleiðir - afþreying og miðlun menningararfsins Ferðaþjónustan Narfastöðum  Samlist - sameining lista, fólks og samfélags Jóhanna Vala Höskuldsdóttir Miðlun á menningartengdri ferðaþjónustu - jólasveinarnir í Dimmuborgum Oddur Bjarni Þorkelsson Lifandi handverk - skapandi hönnun Garðarsstofa ehf Birtingarmynd - Ímynd - Sjálfsmynd Safnasafnið / Alþýðulistasafn Ísl. Kórastefna við Mývatn Margrét Bóasdóttir Verksmiðjan á Hjalteyri Verksmiðjan Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju Listvinafélag Akureyrarkirkju Sumarsólstöðuhátíð í Þingeyjarsýslu "Miðnætursól, matur og menning" Þingeyska matarbúrið Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Þjóðalagahátíðin á Siglufirði Stuttmyndafestivalið Stulli Félagsmiðstöðvar (x7) Listahátíðin "List á landamæra" List án landamæra