Eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlun Norðurlands eystra er Þróun og ráðgjöf í menningarmálum. Hjá Eyþingi er starfandi verkefnisstjóri menningarmála sem sinnir þessu verkefni og framfylgir þeirri stefnu sem fram kemur í Sóknaráætlun Norðurlands eystra með það að markmiði að Norðurland eystra verði leiðandi á sviði menningar, lista og skapandi greina.
Meðal áhersluatriða er:
Að vinna að eflingu samstarfs um menningarmál.
Að starfa með og veita upplýsingar til menningarfulltrúa sveitarfélaga.
Að stuðla að nýsköpun og fjölbreytni í listum og menningu.
Að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra á sviði lista og menningar.
Að vinna að framþróun hönnunar til atvinnusköpunar og taka þátt í því að koma á fót hönnunarklasa.
Að stuðla að jákvæðri þróun menningarstarfs á svæðinu m.a. með vinnu við þróunarverkefni og þátttöku í erlendu samstarfi.
Verkefnisstjóri menningarmála veitir einnig ráðgjöf og upplýsingar varðandi menningarhluta Uppbyggingarsjóðs.
Verkefnisstjóra menningarmála er ætlað að vinna að þeim markmiðum í menningarmálum sem fram eru sett í Sóknaráætlun Norðurlands eystra (bls. 3 og 12 – 13) auk þróunarverkefna sem Menningarráð Eyþings hefur staðið að og gert skuldbindandi samninga um.