Fundargerð – Stjórn Eyþings – 327. fundur – 20. nóvember 2019

20.11.2019

Fundur haldinn miðvikudaginn 20. nóvember 2019 í ráðhúsi Fjallabyggðar og hófst fundurinn kl: 13:10. Fundi slitið kl. 15:50.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, Helgi Héðinsson, Helga Helgadóttir, Axel Grettisson, Elías Pétursson í fjarfundarbúnaði og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð. Kristján Þór Magnússon boðaði forföll og varamaður hans einnig. Þá vék Helgi Héðinsson af fundi kl. 15:20.

Formaður setti fund og bauð nýja stjórnarmenn velkomna. Síðan var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

1. Aðalfundur Eyþings 15. og 16. nóvember 2019.

Umræður um aðalfund Eyþings sem haldinn var í Dalvíkurbyggð 15. og 16. nóvember 2019.

2. Endurskipulagning Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Formaður fer yfir þá vinnu sem framundan er vegna endurskipulagningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Stjórn Eyþings felur formanni að vinna áfram að undirbúningi við stofnun nýs félags í samstarfi við formenn AFE og AÞ.

3. Vinna við gerð nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024.

Helgi Héðinsson fer yfir drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024.

Stjórn Eyþings felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram og birta sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 á heimasíðu Eyþings og senda sveitarfélögum.

4. Tillaga að nýjum fulltrúa í fagráð Uppbyggingarsjóðs.

Elías Pétursson leggur til að Margrét Hólm Valsdóttir, Norðurþingi, verði tilnefnd í fagráð Uppbyggingarsjóðs í stað Heiðrúnar Óladóttur.

Stjórn samþykkir tilnefningu Margrétar Valsdóttur í fagráð Uppbyggingarsjóðs.

5. Beiðni Magnúsar Guðmundar Ólafssonar, sem starfar í fagráði Uppbyggingarsjóðs, um lausn frá störfum.

Formaður fer yfir póst frá Magnúsi Guðmundi Ólafssyni frá 10. október sl. þar sem Magnús óskar eftir lausn frá störfum í fagráði Uppbyggingarsjóðs.

Stjórn samþykkir beiðni Magnúsar Guðmundar Ólafssonar um lausn frá störfum. Þá tilnefnir stjórn Ólaf Stefánsson, Fjallabyggð, í fagráð Uppbyggingarsjóðs í stað Magnúsar.

6. Kynning á Framfaravoginni og hvernig hún getur nýst landshlutunum.

Formaður fer yfir kynningu á Framfaravoginni og hvernig hún getur nýst landshlutunum. Meginmarkmið verkefnisins er að reikna og setja fram vísitölu félagslegra framfara fyrir landshluta Íslands undir heitinu Framfaravog landshlutanna. Úttektin mun veita heildarsýn á félagslegar framfarir hvers landshluta með það að leiðarljósi að leggja fram hagnýt verkfæri sem styður við stefnumótandi ákvarðanir í þágu íbúa og um leið hámarkar nýtingu fjármuna og mæla það sem skiptir máli.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga.

7. Uppbyggingarsjóður 2020.

Lagt fram til kynningar upplýsingar um umsóknir í Uppbyggingarsjóð 2020. Alls bárust 158 umsóknir, þar af 68 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 90 til menningar. Samtals var sótt um tæpar 335 m.kr., rúmar 190 m.kr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og tæpar 145 m.kr, til menningarstarfs. Á næstu vikum verða umsóknir metnar og er gert ráð fyrir að svör berist umsækjendum í kringum 20. janúar 2020.

8. Tillaga Markaðsstofu Norðurlands um skipan áfangastaðastofu á Norðurlandi.

Formaður fer yfir tillögu Markaðsstofu Norðurlands um að ein áfangastaðastofa verði fyrir allt Norðurland sem verði hýst hjá Markaðsstofunni.

Stjórn Eyþings óskar eftir fundi með stjórnum SSNV og Markaðsstofu Norðurlands til að ræða fyrirhugaðar áfangastaðastofur.

9. Tillaga formanna fagráða og verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs um breytt verklag Uppbyggingarsjóðs.

Formaður fer yfir tillögu formanna fagráða og verkefnastjóra Uppbyggingarsjóðs um að verkefnastjórum verði heimilt að tilnefna umsóknir úr Uppbyggingarsjóði sem áhersluverkefni.

Stjórn Eyþings tekur vel í tillöguna en vegna tímasetningar er lögð áhersla á að hún komi til framkvæmda árið 2020.

10. Skipting fjármagns milli verkefna Uppbyggingarsjóðs og áhersluverkefna.

Heildarfjármagn til sóknaráætlunar landshlutans, frá ríki og sveitarfélögum, fyrir árið 2020 eru 130.336.428 kr.

Stjórn Eyþings samþykkir að setja hlutfallslega meira fjármagn í verkefni Uppbyggingarsjóðs fyrir árið 2020 eða 58,4%, af heildarfjármagni sóknaráætlunar, sem skiptist jafnt á milli atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og menningarmála hins vegar. Fjármagn til atvinnuþróunar og nýsköpunar verður 38 m.kr. og fjármagn til menningarmála einnig 38 m.kr. Stjórn áætlar 42,3 m.kr. í áhersluverkefni og 12 m.kr. í umsýslu.

11. Kynning/námskeið um stafræna framþróun sveitarfélaganna.

Formaður fer yfir tölvupóst frá Fjólu Maríu Ágústsdóttur, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, frá 1. nóvember sl. þar sem óskað er eftir samstarfi við landshlutasamtökin vegna vinnu við stafræna framþróun sveitarfélaganna.

Stjórn Eyþings tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmdastjóra að vera í sambandi við Fjólu Maríu um næstu skref.

12. Efni til kynningar.

a)      62. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 24. október 2019.

b)      63. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 14. nóvember 2019.

c)      550. fundur stjórnar SASS frá 23. október 2019.

d)      Fundargerð 49. fundar stjórnar SSNV frá 5. nóvember 2019.

e)      Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október 2019.

f)       Fundargerð 3. haustþings SSNV frá 18. október 2019.

g)      Athugasemdir Markaðsstofu Norðurlands við drög að Flugstefnu Íslands frá 28. október 2019.

h)      Athugasemdir Markaðsstofu Norðurlands við Samgönguáætlun 2020-2034 (og 2020-2024) frá 28. október 2019.

i)       Umsóknarfrestur fyrir umsóknir um framlög vegna fjarvinnslustöðva er til 25. nóvember 2019.

j)       Umsóknarfrestur fyrir umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2020 er til 1. desember 2019.

13. Frá nefndasviði Alþingis.

a)      Umsögn um frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0029.html

b)      Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0049.html

c)      Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, 60. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0060.html

d)      Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0066.html

e)      Umsögn um frumvarp til laga um lyfjalög (lausasölulyf), 266. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0294.html

f)       Umsögn um frumvarp til laga um stjórnskipunarlög, 279. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0313.html

g)      Umsögn um frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

https://www.althingi.is/altext/150/s/0360.html