Fundargerð – Stjórn Eyþings – 323. fundur – 13. ágúst 2019

13.08.2019

Fundur haldinn þriðjudaginn 13. ágúst 2019 á Fosshóteli Húsavík og hófst fundurinn kl: 11:00. Fundi slitið kl. 13:00.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Stefánsdóttir, Helgi Héðinsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Axel Grettisson, Elías Pétursson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Vinna við nýja sóknaráætlun á árinu 2019.

Héðinn Unnsteinsson og Ingunn Guðmundsdóttir hjá Capacent sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Þau fóru yfir tillögur að vinnu við nýja sóknaráætlun og svöruðu spurningum. Þau véku af fundi kl 12:00.

Stjórn tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur, Helga Héðinsson og Helgu Maríu Pétursdóttur í stýrihóp um gerð sóknaráætlunar.

Vinnustofa með fulltrúaráði, starfsfólki Eyþings, AFE og AÞ verður haldin mánudaginn 2. september kl. 13-16 á Húsavík. Fimmtudaginn 19. september kl. 15-18 verður síðan haldin vinnustofa um framtíð sóknaráætlunar á Akureyri.

2.     Úttekt á stöðu vega og öryggismála.

Formaður fór yfir fund með Ólafi Guðmundssyni umferðaröryggissérfræðingi og bæjarstjóranum á Akureyri sem haldinn var 19. júlí sl.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

3.     Aukaúthlutun á árinu 2019.

Áhersluverkefni sem send voru stýrihópi Stjórnarráðsins til yfirferðar voru samþykkt og eru komin í ferli.

4.     Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi (sem má finna í samráðsgáttinni).

Stjórn Eyþings mótmælir þeim skamma fresti, yfir sumarmánuði, sem gefinn er til að koma með athugasemdir í samráðsgátt vegna Grænbókar um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi.

Þá gerir stjórn alvarlegar athugasemdir við skipan starfshóps en svo virðist sem enginn utan höfuðborgarsvæðisins sitji í starfshópnum. Auk þess sitja engir fulltrúar sveitarfélaga í starfshópnum en stjórn telur eðlilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga ætti fulltrúa í starfshópnum enda um mikið hagsmunamál fjölmargra sveitarfélaga að ræða.  

Stjórn telur samfélags- og byggðasjónarmið ekki höfð að leiðarljósi við vinnuna og lýsir yfir vonbrigðum með að þvert á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar virðist ekki vera vilji til að opna fleiri gáttir inn í landið og lítil ástæða talin til að flokka aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll sem millilandaflugvöll.

5.     Önnur mál.