Fundargerð – Stjórn Eyþings – 320. fundur – 20. maí 2019

20.05.2019

Fundur haldinn mánudaginn 20. maí 2019 í fundarsal Grýtubakkahrepps og hófst fundurinn kl: 11:00. Hlé var gert á fundarhöldum kl: 13:50 og var fundur settur aftur kl. 16:48. Fundi lauk kl. 17:30.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Katrín Sigurjónsdóttir, Elías Pétursson, Axel Grettisson, Helgi Héðinsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti síðan fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.      Vinna við nýja sóknaráætlun á árinu 2019.

Farið yfir samning við Héðin Unnsteinsson hjá Capacent er varðar vinnu við nýja sóknaráætlun. Einnig verður farið yfir dæmi frá Héðni um það hvernig má tengja mælanlega stefnuþætti nýrrar sóknaráætlunar við Gagnatorg fyrir landshlutann.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningum við Capacent.

2.      Aukaúthlutun á árinu 2019.

Fyrir liggur fjárhæð til aukaúthlutunar áhersluverkefna á árinu 2019. Stjórn fer yfir umsóknir og tekur ákvörðun um aukaúthlutun.

Stjórn Eyþing samþykkir að úthluta 30.874.434 kr. aukalega vegna eftirstöðva á sóknaráætlunartímabilinu. Framkvæmdastjóra er farið að leggja tillögur stjórnar undir ráðuneytið og útfæra þær í samræmi við umræður á fundinum.

3.      Stefnumótandi byggðaáætlun.

Farið yfir styrkumsóknir sem bárust vegna aðgerðar C.1 Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða.

Framkvæmdastjóra falið að yfirfara skiptingu umsókna milli landshluta og atvinnugreina sem og að óska eftir rökstuðningi ráðuneytisins.

4.      Málefni almenningssamgangna hjá Eyþingi. 

Farið yfir stöðu almenningssamgangna og framtíð þeirra í landshlutanum. Formaður fer yfir samkomulag milli Eyþings og HBA um framlengingu aksturs til ársloka 2019.

5.       Fjármál Eyþings.

Staða fjármála Eyþings.

Lagt fram til kynningar.

6.       Starfsmannamál.

Farið yfir viðauka við ráðningarsamning starfandi framkvæmdastjóra. Formaður fer einnig yfir stöðu vegna starfsloka fyrrum framkvæmdastjóra.

Stjórn samþykkir viðauka við ráðningarsamning framkvæmdastjóra.

Stjórn samþykkir þær breytingar að laun stjórnar og annarra nefndarmanna í starfshópum, fagráðum og úthlutunarnefndum verði framvegis greidd mánaðarlega en ekki á þriggja mánaða fresti.

7.       Endurskipulagning Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Formaður stjórnar fer, fyrir hönd stýrihóps um endurskipulagningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, yfir samning við Strategíu um ráðgjöf vegna vinnu við endurskipulagninguna.

Lagt fram til kynningar.

8.        Sumarfundur með formönnum og framkvæmdastjórum landshlutasamtakanna.

Til stendur að formaður stjórnar og starfandi framkvæmdastjóri fari á sumarfund með formönnum og framkvæmdastjórum landshlutasamtakanna 3. júní nk.

Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að fara á sumarfund landshlutasamtakanna 3. júní nk.

9.         Brothættar byggðir.

Formaður fer yfir hugsanlega verkefnaskiptingu varðandi verkefni tengd brothættum byggðum.

Formaður sinnir um sinn verkefninu Brothættar byggðir á Bakkafirði og nærsveitum.

10.       Umsögn um drög að fjármálaáætlun 2020-2024. – setja inn umsögnina

Farið yfir umsögn Eyþings um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024.

Lagt fram til kynningar.

11.       Svar Markaðsstofu Norðurlands við erindi stjórna Eyþings og SSNV.

Fyrir liggur svar frá Markaðsstofu Norðurlands við erindi stjórna Eyþings og SSNV um áheyrnarfulltrúa til að auka samskipti og upplýsingagjöf.

Stjórn Eyþings harmar þessa afgreiðslu stjórnar MN og telur hana lýsa skilningsleysi á mikilvægi þess að landshlutasamtök og aðildarsveitarfélög þeirra fylgi eftir þeim miklu fjármunum sem sveitarfélögin verja til markaðsstarfs ferðaþjónustunnar og ábyrgð á þeim sem og stefnumótun á svæðinu. Stjórn Eyþings felur stýrihópi sameiningar AÞ, AFE og Eyþings að móta sviðsmynd vegna aðkomu áfangastaðastofu og samráðsvettvangs ferðaþjónustunnar í nýjum samtökum. 

Framkvæmdastjóra falið að kalla formann og framkvæmdastjóra MN á næsta stjórnarfund Eyþings. 

12.       Efni til kynningar.

a)      Skýrsla um aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands frá mars 2019.

b)      Drög að skýrslu um atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs frá apríl 2019.

c)      Yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við lífskjarasamninga 2019-2022.

d)      Fundargerð 870. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11. apríl 2019.

e)      545. fundur stjórnar SASS frá 4. apríl 2019.

f)       Fundargerð 43. fundar stjórnar SSNV frá 5. apríl 2019.

g)      52. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 10. apríl 2019.

h)      53. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 25. apríl 2019.

13.        Frá nefndasviði Alþingis.

a)      Umsögn um frumvarp til laga um póstþjónustu (erlendar póstsendingar og rafrænar sendingar), 739. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/1167.html

b)      Umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/1235.html

c)      Umsögn um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/1237.html

d)      Umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/1238.html

e)      Umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.

https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=149&mnr=791

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/1253.html

Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/1242.html

f)       Umsögn um frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál.

https://www.althingi.is/altext/149/s/1259.html

14.        Önnur mál.