Fundargerð – Stjórn Eyþings – 317. fundur – 15. febrúar 2019

15.02.2019

Fundur haldinn, föstudaginn 15. febrúar 2019 í ráðhúsi Dalvíkurbyggðar og hófst fundurinn kl: 13:00. Fundi lauk kl: 17:10.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Katrín Sigurjónsdóttir, Elías Pétursson, Axel Grettisson, Helgi Héðinsson og Páll Björgvin Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Gengið var frá undirskrift fundargerða. Formaður setti síðan fund og gengið var til dagskrár.

1. Áhersluverkefni sóknaráætlunar 2019.

Fyrir liggja hugmyndir að áhersluverkefnum sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árið 2019. Fyrr í dag voru hugmyndirnar kynntar og ræddar á fulltrúaráðsfundi Eyþings. Stjórn samþykkti að láta fullvinna ákveðin verkefni m.v. þær fjárheimildir sem fyrir liggja. Endanlegur frágangur verkefnatillagna verður lagður fyrir stjórn og staðfestur á næsta fundi stjórnar. Framlag ársins til áhersluverkefna er 48,6 millj. kr.

2. Viðræður við atvinnuþróunarfélögin um aukið samstarf eða sameiningu.

Formaður fór yfir stöðu viðræðna við atvinnuþróunarfélögin á svæðinu um aukið samstarf og eða sameiningu. Fundir Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna hafa nú farið fram og verður viðræðunum haldið áfram á næstu dögum. Ákveðið að halda fulltrúaráðsfund í Tjörneshreppi 18.mars n.k. og auka aðalfundur verði haldinn föstudaginn 5. apríl á Akureyri.

3. Vinna við nýja Sóknaráætlun á árinu 2019.

Umræða um vinnulag og endurskoðun Sóknaráætlunar 2020-2025. Þá var tekin umræða um hvort fleiri verkefni eigi heima innan Sóknaráætlunar landshluta. Ekki er tekin bein afstaða til málsins á þessu stigi og frekari umræðu frestað til næsta fundar og fulltrúaráðsfundar.

Þá liggur fyrir tillaga að verklagi og tilboð frá Héðni Unnsteinssyni hjá Capacent er varðar vinnu við nýja Sóknaráætlun. Einnig liggur fyrir að nú er verið að vinna úttekt á framkvæmd Sóknaráætlana frá árinu 2015 og leggja mat á hvort markmið samninganna hafi náð fram að ganga. Stjórn samþykkir að fresta umræðu um vinnu við nýja Sóknaráætlun þangað til frekari upplýsingar liggja fyrir um vinnutilhögun og niðurstöðu úttektarinnar.

4. Sértæk verkefni byggðaáætlunar (C1 og C9).

Umræða um verkefni byggðaáætlunar með áherslu á styrki vegna sértækra verkefna Sóknaráætlunarsvæða (C1). Fyrir fundinum liggja hugmyndir að slíkum verkefnum. Fyrr í dag voru hugmyndirnar kynntar og ræddar á fulltrúaráðsfundi Eyþings. Stjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta stjórnarfundar. Verkefnastjóra falið að fylgja málinu eftir með aðilum málanna.

Þá er lagt fram erindi (tölvupóstur) frá Birni Helga Barkarsyni umhverfisráðuneytinu frá 1. febrúar 2019 er varðar verkefni byggðaáætlunar, Náttúrvernd og efling byggða (C9). Tilgangur verkefnisins er að greina tækifæri og mögulegan ávinning í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu og umsjón friðlýstra svæða, svo sem í náttúrutengdri ferðaþjónustu, eins og kemur fram í þeirri verkefnislýsingu sem erindinu fylgir. Stjórn felur verkefnastjóra að vinna að lausn erindisins.

5. Starfsmannamál.

Umræða og niðurstöður stjórnar færðar í trúnarðarmálabók.

6. Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum.

Formaður gerði grein fyrir efni ráðstefnunnar sem haldin var í Hveragerði 22. og 23. janúar sl. Að ráðstefnunni stóðu Byggðastofnun, sem jafnframt sá um skipulag og umgjörð ráðstefnunnar ásamt stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál. Tilgangur ráðstefnunnar var að ná heildstæðari árangri með samtali um stefnur ríkisins í landshlutunum en í undirbúningi eru nýjar Sóknaráætlanir landshluta og var þetta einn liður í þeim undirbúningi.

7. Fundur með Stjórnstöð ferðamála.

Formaður fór yfir fund sem haldinn var með Stjórnstöð ferðamála í Varmahlíð þann 13. febrúar.sl.

8. Tilnefning Eyþings í verkefnastjórn vegna Bakkafjarðar og nærsveita.

Fyrir liggur bréf frá Byggðastofnun, frá 18. janúar sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu Eyþings í verkefnastjórn vegna Bakkafjarðar og nærsveita. Stjórn tilnefnir framkvæmdastjóra Eyþings í verkefnastjórnina.

9. Tilnefning Eyþings í verkefnastjórn Eims.

Fyrir liggur bréf frá Eimi frá 29. janúar sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu Eyþings í verkefnastjórn Eims. Stjórn tilnefnir Maríu Helenu Tryggvadóttur verkefnastjóra hjá Akureyrarstofu í stað Arnheiðar Jóhannsdóttur til setu í verkefnastjórninni.

10. Staða vinnu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtaka.

Framlagt bréf vegna fyrirspurnar um stöðu vinnu starfshóps um endurskoðun og hlutverk landshlutasamtaka. Lagt fram til upplýsinga og kynningar.

11. Erindi SSNV vegna Markaðsstofu Norðurlands.

Afrit af bréfi SSNV til stjórnar Markaðsstofu Norðurlands þar sem farið er fram á að stjórn SSNV og Eyþings fái sæti í stjórn Markaðsstofu Norðurlands eða einn áheyrnarfulltrúi frá hvorum samtökum, til að auka samskipti og upplýsingagjöf.

Stjórn Eyþings tekur undir beiðni SSNV og felur starfandi framkvæmdastjóra að senda stjórn Markaðsstofu Norðurlands erindi og ósk þess efnis að fulltrúar stjórna Eyþings og

SSNV fái sæti í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, einn áheyrnarfulltrúa hvor samtök, til að auka samskipti og upplýsingagjöf.

12. Prókúra á bankareikninga Eyþings.

Óskað er staðfestingu stjórnar Eyþings á að prókúruhafi félagsins, Páll Björgvin Guðmundsson, veiti Helgu Maríu Pétursdóttur verkefnastjóra Eyþings prókúru á reikninga félagsins skv. meðfylgjandi skjali. Stjórn samþykkir að Helgu Maríu verði veitt prókúra á reikninga félagsins.

13. Málefni almenningssamgangna.

Starfandi framkvæmdastjóri fór yfir þau málefni er snúa að almenningssamgöngum en nýlega tóku í gildi nýjar tímatöflur fyrir leiðir 78 og 79. Þá er hafin almenningsakstur í Laugar.

14. Efni til kynningar.

a) 14. fundur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra frá 8. janúar 2019.

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar, úthlutun 2019.

b) 17. fundur fagráðs menningar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra frá 12. janúar 2019.

Fagráð menningar, úthlutun 2019.

c) 8. fundur úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra frá 23. janúar 2019.

d) 4. fundur framkvæmdaráðs SSA frá 11. desember 2018.

e) Fundargerð 8. fundar stjórnar SSA frá 29. janúar 2019.

f) Fundargerð 7. fundar stjórnar SSA frá 8. janúar 2019.

g) Fundargerð 5. fundar framkvæmdaráðs SSA frá 20. desember 2018.

h) Fundargerð 6. fundar framkvæmdaráðs SSA frá 15. janúar 2019.

i) Fundargerð 40. fundar stjórnar SSNV frá 8. janúar 2019.

j) Fundargerð 41. fundar stjórnar SSNV frá 5. febrúar 2019.

k) 541. fundur stjórnar SASS frá 27. desember 2018.

l) Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga frá 25. janúar 2019.

m) Boðun XXXIII. Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar 2019.

n) Fundargerð 49. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 13. desember 2018.

o) Fundargerð 50. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 28. janúar 2019.

p) Verkefnisstjórnarfundur Öxarfjarðar í sókn.

q) Verkefnisstjórnarfundur Öxarfjarðar í sókn frá 18. desember 2018.

r) Fundur í verkefnastjórn ROF (Raufarhöfn og framtíðin) frá 8. janúar 2019.

s) Bréf starfandi framkvæmdarstjóra til sveitarstjóra og stjórnar Eyþings frá 20. janúar 2019.

t) Framtíðarnefnd forsætisráðherra – Þróun samfélags og áhrif þess á fjárhagsstöðu ríkisins til lengri tíma.

u) Minnisblað um 35. þing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins frá 6.-8. nóvember 2018.

v) Bréf um kynningu á sveitarfélögunum og heimsmarkmiðunum frá 28. janúar 2019.

w) Breyting á tímatöflum Strætó á leiðum 78 og 79 þann 8. febrúar 2019.

x) Verkefnisstjórnarfundur Öxarfjarðar í sókn frá 14. janúar 2019.

y) Skýrsla um mat á framkvæmd sóknaráætlana landshluta frá ágúst 2014.

z) NORA verkefnastyrkir 2019.

15. Frá nefndasviði Alþingis.

a) Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup (markviss innkaup, keðjuábyrgð o.fl.), 442. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0630.html

b) Umsögn tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0835.html

c) Umsögn um frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, 501. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0822.html

16. Önnur mál

Engin önnur mál.