Fundargerð - Stjórn Eyþings - 311. fundur - 9.10.2018

09.10.2018

Þriðjudaginn 9.október 2018, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91, Akureyri.

 Mætt voru:  Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Axel Grettisson, Helgi Héðinsson, Katrín Sigurjónsdóttir og Sóley Björk Stefánsdóttir.

Elías Pétursson og Kristján Þór Magnússon sátu fundinn í síma.

 Fundur hófst kl. 14:04.

 Þetta gerðist:

 

1. Starfsmannamál (fært í trúnaðarbók).

 2. Tímabundin ráðning framkvæmdastjóra

Stjórn Eyþings samþykkir að óska eftir viðbótarfjárveitingu til aðildarsveitarfélaganna vegna tímabundinnar ráðningar framkvæmdastjóra til allt að sex mánaða vegna veikinda framkvæmdastjóra. Formanni falið að kostnaðarreikna samþykktina og senda út til sveitarfélaganna beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun Eyþings 2018 og 2019 vegna þessa.

Elías og Kristján Þór véku af fundi kl. 15:15.

 3. Dagsetning aðalfundar 2019

Stjórn Eyþings samþykkir að aðalfundur Eyþings 2019 verði haldinn dagana 20.-21.september.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 15:19.

Fundargerð ritaði Katrín Sigurjónsdóttir