Fundargerð - Stjórn Eyþings - 307. fundur - 28.8.2018

28.08.2018

Árið 2018, þriðjudaginn 28. ágúst, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91, Akureyri. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Arnór Benónýsson, Eiríkur H. Hauksson, Elías Pétursson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar I. Birgisson og Sif Jóhannesdóttir. Einnig sat fundinn Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Fundur hófst kl. 13:00.

 

Þetta gerðist helst.

 1.      Skýrsla Róberts Ragnarssonar ráðgjafa um greiningu á innra starfi Eyþings.
Róbert var í síma og kynnti drög að skýrslu og vék af fundi að því loknu. Að loknum umræðum um niðurstöður skýrslunnar fól stjórn formanni að ræða við framkvæmdastjóra.

 2.      Aðalfundur Eyþings. 2018.
Fundurinn verður haldinn á Sel-Hótel Mývatn 21. og 22. september. Framkvæmdastjóri fór yfir drög að dagskrá sem stjórnarmenn fengu til kynningar í júlí sl. Stjórn samþykkir drögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

 3.      Almenningssamgöngur.
Formaður fór yfir stöðu málsins. Fundað hefur verið með Vegagerðinni en staðfesting frá stjórnvöldum, um aukið fé til rekstrar og vilyrði um fjármagn vegna uppsafnaðra skulda, sem kallað var eftir með bréfi Eyþings í kjölfar bókunar stjórnar 27. júní sl., liggur ekki fyrir.
Stjórnin ítrekar að fá þarf svör frá stjórnvöldum án frekari tafa og felur framkvæmdastjóra að senda bréf vegna málsins til samgönguráðherra og þingmanna kjördæmisins.

 4.      Bréf frá stjórn AFE, dags. 15. ágúst, með ósk um formlegar viðræður um samrekstur Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
Stjórnin vísar bréfinu til umræðu á samráðsfundi (fulltrúaráðsfundi) 7. september og  á aðalfundi 21. og 22. september.

 5.      Málefni af fundi í sveitarstjórnarvettvangi EFTA 28. og 29. júní sl.
Fjórir af formönnum landshlutasamtakanna sitja sem fulltrúar í tvö ár í senn. Formaður Eyþings hefur verið fulltrúi sl. tvö ár og greindi frá fjórum málefnum sem voru til umræðu á fundinum, þ.e. fækkun og sameining sveitarfélaga í Noregi, umhverfismál, jafnréttismál og um áhrif Brexit.

 6.      Drög að uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll. Skýrsla unnin af Eflu hf., ágúst 2018.
Skýrslan var unnin sem áhersluverkefni innan Sóknaráætlunar. Framkvæmdastjóra var falið að fara yfir nokkrar athugasemdir með skýrsluhöfundum.
Stjórnin samþykkir að skýrslan verð kynnt á aðalfundi.

 7.      Námskeið Sambands ísl. sveitarfélaga fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórn.
Námskeið verður haldið á Akureyri föstudaginn 19. október nk.

 8.      Bréf frá Miðstöð skólaþróunar við HA, dags. 22. júní, með beiðni um styrk vegna ráðstefnu.
Stjórnin getur ekki orðið við erindinu.

 9.      Drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun (nýja stofnun fyrir verndarsvæði á Íslandi). Kynningarfundur á Akureyri 23. ágúst. Samráðsgátt opin til 5. september n.k. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=99
Stjórn Eyþings telur mikilvægt að höfðustöðvar nýrrar stofnunar verði staðsettar á landsbyggðinni sem er í samræmi við stefnu stjórnvalda í byggðamálum.
Framkvæmdastjóra er falið að koma skoðun stjórnar á framfæri í samráðsgátt.

 10.  Heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Samráðsgátt opin til 1. okt. nk. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=107
Samþykkt var að fresta þessum dagskrárlið til næsta fundar.

 11.  Önnur mál til kynningar.

(a)   Tillaga frá Gunnari I. Birgissyni til aðalfundar.
Tillagan felur í sér að fjölga stjórnarmönnum úr sjö í níu.

(b)  Uppgjör við Brú lífeyrissjóð.
Framkvæmdastjóri greindi frá endanlegu samkomulagi og að uppgjör við sjóðinn hafi farið fram.

(c)   Framtíð ísl. landbúnaðar á Íslandi – sviðsmyndaverkstæði 23. og 24. ágúst.
Framkvæmdastjóri tók þátt í starfinu.

(d)  Fundur Byggðastofnunar 24. ágúst um orsakir búferlaflutninga.
Framkvæmdastjóri sat fundinn.

(e)   Fundir um málefni Bakkafjarðar 30. og 31. ágúst.
Fulltrúi Eyþings mun mæta.

(f)    Lýsa – rokkhátíð samtalsins 7. og 8. september á Akureyri.
Stjórnin hvetur sveitarstjórnarmenn til þátttöku.

(g)   Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 26. – 28. sept. n.k. á Akureyri.

(h)  Fjármálaráðstefna 2018, 11. og 12. október n.k. í Reykjavík.

 

Fundi slitið kl. 15:30.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.