Fundargerð - Stjórn Eyþings - 304. fundur - 21.03.2018

21.03.2018

Árið 2018, miðvikudaginn 21. mars, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Seiglunni að Laugum í Reykjadal. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Arnór Benónýsson, Eiríkur H. Hauksson, Elías Pétursson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar I. Birgisson og Sif Jóhannesdóttir. Einnig sat fundinn Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Fundur hófst kl: 14:30. 

Þetta gerðist helst. 

1.      Sóknaráætlun.

(a)   Eimur.
Snæbjörn Sigurðarson framkvæmdastjóri Eims mætti á fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir framgangi verkefnisins, sem er meðal áhersluverkefna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Hann greindi sérstaklega frá hugmyndasamkeppninni „Gerum okkur mat úr jarðhitanum“ en frestur til að skila inn  hugmyndum rennur út 15. maí nk. Þá fór hann yfir aðrar hugmyndir og verkefni sem framundan eru.

(b)  Greinargerð Eyþings til stýrihóps Stjórnarráðsins fyrir árið 2017.
Lögð fram til kynningar.

(c)   Fundargerð stýrihóps Stjórnarráðsins, dags. 26. febrúar, 43. fundur.
Lögð fram til kynningar.

(d)  Yfirlit um samþykkt áhersluverkefni frá og með árinu 2013.
Lagt fram til kynningar.

 2.      Almenningssamgöngur.
Lagt fram bréf Eyþings til Vegagerðarinnar dags. 7. mars 2018 þar sem samningi um rekstur almenningssamgangna var sagt upp, ásamt upplýsingum um farþegafjölda og upplýsingum um fargjöld með og án afsláttar á ákveðnum leiðum. Formaður greindi frá fundi sem vinnuhópur landshlutasamtakanna um almenningssamgöngur átti í Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þann 13. mars sl. Miklar umræður urðu um málið.

Stjórnin samþykkir að fela formanni að vinna áfram að málinu.

 3.      Þingmál.

(a)   Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (sérstök kæruheimild vegna athafna og athafnalysis), 248. mál.
http://www.althingi.is/altext/148/s/0344.html
Lagt fram. 

(b)  Tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, 200. mál. (28/3)
http://www.althingi.is/altext/148/s/0279.html
Lögð fram. 

(c)   Frumvarp til breytinga á mannvirkjalögum, 185. mál.
http://www.althingi.is/altext/148/s/0259.html
Stjórn Eyþings tekur undir umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga um frumvarpið.
Stjórnin tekur sérstaklega undir tillögur sambandsins um breytingar á faggildingarkröfum. Að óbreyttu er líklegt að þjónusta við íbúa færist úr nærsamfélaginu til fárra stórra eftirlitsfyrirtækja og kostnaður vegna byggingareftirlits muni hækka á landsbyggðinni af þeim sökum. Það er óásættanlegt. 

4.      Drög að Stefnumarkandi byggðaáætlun 2018 – 2024.
Lögð var fram tillaga að umsögn sem var samþykkt og var að því loknu send inn á umsagnargátt byggðaáætlunar.

 5.      Drög að Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Lögð fram til kynningar. 

6.      Efni frá öðrum landshlutasamtökum sveitarfélaga.
Lögð var fram til kynningar Orkunýtingarstefna SASS 2017-2030.

 7.      Önnur mál.
Lögð var fram lokaútgáfa greinagerða allra áhersluverkefna 2018 sem sendar hafa verið til stýrihóps Stjórnarráðsins til staðfestingar.

Arnór óskaði eftir að tilnefndur verði varamaður í stjórn Eims. Samþykkt var að Eva Hrund tæki sæti varamanns. 

 

Fundi slitið kl. 16:18.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.