Fundargerð - Fulltrúaráð - 23.11.2018

23.11.2018

 

Fundargerð

Fulltrúaráðsfundur Eyþings
Hömrum, Hofi, Akureyri
23. nóvember 2018. 

 

Fundur hófst kl: 12:10. Hilda Jana Gísladóttir formaður Eyþings setti fundinn. 

1.      Framtíðarsýn, hlutverk og stefna Eyþings.
Róbert Ragnarsson RR ráðgjöf fór yfir úttekt sem unnin var á innra starfi Eyþings. Fyrir fundinum lágu gögn er vörðuðu úttekt RR ráðgjafar ásamt samantekt Alta frá aðalfundi í Mývatnssveit 21. september 2018, um brýnustu áhersluverkefni Eyþings 2018-2022.  Þá hafði verið óskað eftir skoðun aðildarsveitarfélaga á framtíðarhlutverki landshlutasamtaka í bréfi til þeirra frá skrifstofu Eyþings 26. október sl.
Mælendaskrá opnuð og fóru fram almennar umræður um hlutverk og stefnu Eyþings. Samhljómur um að Eyþing einbeiti sér að stærri sameiginlegum hagsmunamálum svæðisins með samstarf og samráð að leiðarljósi. „Vettvangur sameiginlegrar stefnumótunar fyrir landshlutann í heild þar sem fram kæmi skýr framtíðarsýn um þróun hans“. Þá þurfi að efla og styrkja stjórnun Eyþings og skoða sameiningu Eyþings við atvinnuþróunarfélögin. Mikilvægt væri að Eyþing væri líka vettvangur þekkingar með áherslu á stuðning við aðildarsveitarfélögin en ekki á sameiginlegan rekstur sem væru verkefni hvers sveitarfélags. Þá kunni að vera mikilvægt að efla stjórnun Eyþings á breiðum grundvelli a.m.k. til að byrja með til að efla traust á samtökunum með það að markmiði að öll sveitarfélög upplifi góðan aðgang að þeim. Nokkur umræða um vægi stærri sveitarfélagana í samtökunum. 

Innskot fundarritara: Umræðan var í samræmi við samantekt Alta, kafli 2.3. bls 10 í skýrslu Alta um brýnustu áhersluverkefni Eyþings 2018-2022. Sú samantekt var unnin á aðalfundi í Mývatnssveit 21.september 2018. 

2.      Almenningssamgöngur
Formaður fór yfir stöðu almenningssamgangna hjá Eyþingi m.a. um yfirlýsingu Vegagerðarinnar í framhaldi af fundi Eyþings og Vegagerðarinnar þann 10. október 2018, ásamt þeim samningsdrögum sem nú liggja fyrir við Vegagerðina um almenningssamgöngur út árið 2019. Þá var einnig greint frá bréfi til Vegagerðarinar um aukinn kostnað vegna aksturs í gegnum Vaðlaheiðargöng. Almennar umræður og samstaða um að ganga til samninga við Vegagerðina um almenningssamgöngur á árinu 2019 m.v. fyrirliggjandi forsendur. 

3.      Vaðlaheiðargöng
Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðargangna fór yfir stöðu framkvæmda, áætlun um opnun, verðskrár o.fl. Almennar umræður.

Fleira ekki gert og fundi slitið um kl: 14:00. Fundargerð ritar Páll Björgvin Guðmundsson.

Meðfylgjandi listi yfir þátttakendur fundarins er hluti af fundargerð þessari.