Silja Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri atvinnuþróunuarfélags Þingeyinga, skipulagði menningarleiðangur fyrir verkefnisstjóra menningarmála hjá Eyþingi, Vigdísi Rún Jónsdóttur, dagana 29. og 30. ágúst sl.
Ekið var að morgni miðvikudags frá Akureyri austur á Húsavík þar er menningarfulltrúi Eyþings, sem þetta ritar, hitti skipuleggjanda ferðarinnar Silju Jóhannesdóttur. Þaðan var haldið á Skjálftasetrið á Kópaskeri hvar Benedikt Björvinsson og Guðmundur Örn Benediktsson (Bói) tóku á móti þeim. Framtíð Skjálftasetursins á Kópaskeri var rædd ásamt metnaðarfullum tónlistarviðburðum sem Flygilvinir - tónlistarfélag við Öxarfjörð hafa staðið fyrir í rúman áratug. Flygilvinir halda að jafnaði þrenna tónleika ár hvert og nefnist tónleikaröðin þetta árið „Það er gaman að sækja tónleika“
06.09.2018 | LESA