Fréttir

Málþing um raforkumál

Byggðastofnun stendur fyrir málþingi um raforkumál á Íslandi þriðjudaginn 21. nóvember næst komandi í Hofi á Akureyri. Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 12:00. Umfjöllunarefni er einkum flutningskerfi raforku á Íslandi.
13.11.2017 | LESA

Lesa meira

Viðvera starfsmanna vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Starfsmenn Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna verða með viðveru á starfssvæðinu þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna. Viðvera starfsmanna verður á eftirfarandi stöðum:
07.11.2017 | LESA

Lesa meira

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Norðurlands eystra kom saman á Fosshótel Húsavík 25. október sl. Í samningi um sóknaráætlun kemur fram að landshlutasamtökin skipi samráðsvettvang þar sem tryggð er sem breiðust aðkoma ólíkra aðila og gætt að búsetu-, aldurs- og kynjasjónarmiðum. Landshlutasamtökin skilgreina hlutverk og verkefni samráðsvettvangs og skal hann hafa beina aðkomu að gerð sóknaráætlunar landshlutans og vera upplýstur um framgang hennar. Gert er ráð fyrir að samráðsvettvangurinn komi saman a.m.k. árlega.
01.11.2017 | LESA

Lesa meira

Verkefnisstjóri menningarmála ráðinn

Í starfið hefur verið ráðin Vigdís Rún Jónsdóttir listfræðingur. Hún mun hefja störf í nóvember nk.
20.10.2017 | LESA

Lesa meira

Ísland ljóstengt byggðastyrkir 2018

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að verja samtals 100 milljónum króna af fjárveitingu byggðaáætlunar árið 2018 til að gera strjálbýlum sveitarfélögum hægara um vik við lagningu ljósleiðarakerfa. Sambærilegur styrkur var veittur vegna slíkra framkvæmda árið 2017. Að þessu sinni verður 14 sveitarfélögum boðinn styrkur, samtals að upphæð 90 milljónir króna. Styrkupphæð hvers sveitarfélags ræðst af fjárhagsstöðu og meðaltekjum íbúa, byggðaþróun síðstliðin 10 ár, þéttleika og hlutfalli ótengdra staða sem og fjarlægð byggðar frá þjónustukjarna og ástandi vega.
11.10.2017 | LESA

Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – Kynning 10 október

Ferðamálastofa og Eyþing standa sameiginlega að kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða nk. þriðjudag, þann 10. október. Fyrri fundurinn verður haldinn á Akureyri kl. 11.00 – 12.30 á Hótel Kea og sá seinni í Seiglunni, Laugum í Þingeyjarsveit kl. 15-16.30.
04.10.2017 | LESA

Lesa meira

Stjórn Eyþings hélt stjórnarfund á Raufarhöfn

Stjórn Eyþings fundaði á Raufarhöfn þann 27. september sl. Að fundi loknum var farið var um Raufarhöfn undir leiðsögn Silja Jóhannesdóttir verkefnisstjóri Brothætta byggða og voru m.a. skoðuð ýmis dæmi um afrakstur verkefnisins um Brothættar byggðir.
03.10.2017 | LESA

Lesa meira

Fundur um húsnæðismál á landsbyggðinni

Umræðuefnið er sá mikli húsnæðisvandi sem sveitarfélög á landsbyggðinni glíma við sem er á margan hátt ólíkur vandanum á SV-horninu. Á dreifðari svæðum landsins er það nefnilega ekki hækkun fasteignaverðs sem plagar íbúa, heldur er markaðsverð oft á tíðum lægri en byggingarkostnaður með þeim afleiðingum að nýbyggingar eru fátíðar. Íbúðalánasjóður vill, í samvinnu við sveitarfélögin, varpa ljósi á þennan vanda og hvers vegna nær ekkert nýtt íbúðarhúsnæði hafi verið byggt á sumum svæðum landsins undanfarin ár. Uppbygging og endurnýjun húsnæðis er mikilvæg fyrir öll samfélög til að geta þróast og er mikill skortur á íbúðarhúsnæði farin að gera vart við nánast sama hvar drepið er niður fæti á landinu.
25.09.2017 | LESA

Lesa meira

Verkefnisstjóri menningarmála

Ánægjulegt er hversu mikill áhugi er um starfið en alls bárust 35 umsóknir. Mikil vinna er framundan við að fara yfir umsóknir en úrvinnsla umsókna er í höndum Capacent.
15.09.2017 | LESA

Lesa meira

Verkefnisstjóri menningarmála – menningarfulltrúi

Eyþing auglýsir starf verkefnisstjóra menningarmála. Starfssvæði Eyþings er allt Norðurland eystra. Starfið er áhersluverkefni innan Sóknaráætlunar Norðurlands eystra og er starfstími til ársloka 2019. Starfið felur í sér faglega ráðgjöf, eflingu og þróun samstarfs í menningarmálum, ráðgjöf við umsækjendur um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra og aðra sjóði, auk annarra verkefna.
29.08.2017 | LESA

Lesa meira