Fréttir

Skrifstofa Eyþings lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Eyþings verður lokuð frá 27. júlí til og með 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
24.07.2018 | LESA

Lesa meira

Stjórn Eyþings samþykkir mannauðsstefnu fyrir Eyþing

Stjórn Eyþings hefur samþykkt mannauðsstefnu fyrir Eyþing. Á 306. fundi stjórnar var lögð fram samræmd mannauðsstefna landshlutasamtakanna sem framkvæmdastjórar þeirra sameinuðust um að vinna. Stefnan var unnin í nánu samstarfi við Samband ísl. sveitarfélaga, en hún tekur bæði til framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna. Mannauðsstefnan inniheldur bæði almenna stefnu og sértækar starfsreglur. Mannauðsstefnu Eyþings má finna hér.
02.07.2018 | LESA

Lesa meira

Starfsreglur stjórnar Eyþings

29.06.2018 | LESA

Lesa meira

Úrslit úr matvælasamkeppni

Úrslit úr matvælasamkeppninni: "Gerum okkur mat úr jarðhitanum" voru kynnt í Hofi 14. júní sl. Að samkeppninni stóðu Eimur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matarauður Íslands og Íslensk verðbréf. Alls bárust 20 tillögur í samkeppnina um leiðir til að nýta jarðhita við framleiðslu á matvælum og næringarefnum. Hugmyndirnar voru mjög fjölbreyttar, vel unnar og því úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina. Dómnefnd hafði valið fjórar tillögur sem kepptu til úrslita.
15.06.2018 | LESA

Lesa meira

Úrslit matvælasamkeppni Eims

Úrslit matvælasamkeppni Eims verða haldin í Hofi fimmtudaginn 14. júní kl. 16:00.
12.06.2018 | LESA

Lesa meira

Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga

Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga var haldinn 6. og 7. júní sl. á Vesturlandi. Guðmundur Baldvin formaður og Pétur Þór framkvæmdarstjóri mættu fyrir hönd Eyþings. Meðal þess sem farið var yfir á fundinum var staðan varðandi mögulega endurnýjun samninga um almenningssamgöngur. Einnig var farið yfir stöðuna og framhald samninga á sóknaráætlunum landshluta og yfir byggðaáætlun sem og fyrirhugaða endurskoðun á lagaumhverfi landshlutasamtaka. Þá var farið yfir það sem er efst á baugi í hverjum landshluta. Eftir fundinn var farið í skoðunarferð um Vesturland, farið var að Bjarteyjarsandi, um uppsveitir Borgarfjarðar og ferðinni lauk á heimsókn til Akraness.
08.06.2018 | LESA

Lesa meira

Smávirkjunarverkefni Orkustofnunar

Orkustofnun kallar eftir hugmyndum að virkjunum minni en 10 MW og má finna leiðbeiningar um það hvernig slíkum hugmyndum er skilað til stofnunarinnar í gegnum þjónustugátt á vefsíðu stofnunarinnar.
06.06.2018 | LESA

Lesa meira

Kynning á Kerfisáætlun Landsnets 2018-2027

Landsnet hefur sett í opið umsagnarferli tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi. Hún gildir fyrir tímabilið 2018-2027 og skiptist í tvo meginhluta, langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Með kerfisáætluninni var unnið mat á umhverfisáhrifum hennar og er það birt í meðfylgjandi umhverfisskýrslu.
05.06.2018 | LESA

Lesa meira

Málþing um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Eyþing stóð fyrir málþingi um áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra þann 15. maí sl.
16.05.2018 | LESA

Lesa meira

Sumaráætlun 2018 – Breytingar á leiðakerfi Strætó

Þann 27. maí 2018 tekur sumaráætlun gildi. Eftirfarandi breytingar verða á okkar leiðum.
14.05.2018 | LESA

Lesa meira