Fréttir

Málþing um raforkumál á Ísland

Byggðastofnun stendur fyrir málþingi um raforkumál á Íslandi fimmtudaginn 8. mars næst komandi í Hofi á Akureyri. Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 12:00. Umfjöllunarefni er einkum flutningskerfi raforku á Íslandi. Atvinnufyrirtæki víða um land þurfa raforku til starfsemi sinnar, bæði til að fá hreina orku í stað orku sem framleidd er með olíu vegna starfsemi sem þegar er til staðar og eins til að geta aukið við eða farið út í nýja starfsemi. Á vissum svæðum er orkuöryggi ekki nægjanlega tryggt. Endurnýjun flutningskerfis raforku hefur ekki átt sér stað og illa hefur gengið að koma endurnýjun lína eða nýjum línuleiðum í gegnum umsóknarferli og á framkvæmdastig. Þessi staða kemur niður á atvinnulífi, ekki síst í landsbyggðunum.
27.02.2018 | LESA

Lesa meira

Byggðastofnun óskar eftir tillögum til Landstólpans 2018

Landstólpinn, Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega á ársfundi sínum. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
23.02.2018 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður úthlutar 100 milljónum

100 milljónum úthlutað til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum
01.02.2018 | LESA

Lesa meira

Gleðileg jól

Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum samstarfið á árinu. Starfsfólk Eyþings
21.12.2017 | LESA

Lesa meira

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Umsóknarfrestur vegna umsókna 2018 rann út þann 29. nóvember sl. Alls bárust 133 umsóknir þar af 51 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Samtals var sótt um rúmlega 271 mkr. 149 mkr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 122 mkr. til menningarstarfs. Stefnt er að úthlutunarhátíð í byrjun febrúar.
19.12.2017 | LESA

Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um Eyrarrósina 2018

Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Byggðastofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík hafa staðið saman að verðlaununum frá upphafi, eða frá árinu 2005.
07.12.2017 | LESA

Lesa meira

Landsbyggðin komin í Strætóappið

Nú gefst farþegum Strætó kostur á að kaupa ferðir á landsbyggðinni í gegnum Strætóappið. Hægt er að sækja appið fyrir iPhone snjallsíma í App Store og fyrir Android snjallsíma í Google Play Store. Hingað til hafa fargjöld í Strætóappinu einungis verið gild innan höfuðborgarsvæðisins. Þessi breyting hefur í för með sér aukna þjónustu fyrir almenningssamgöngur á landsbyggðinni og mun hún einfalda farþegum útreikning og greiðslur fargjalda.
04.12.2017 | LESA

Lesa meira

Akstur Strætó um jól og áramót.

Akstur Strætó á Norðurlandi eystra um jól og áramót. Leiðir 56, 78 og 79: • Aðfangadagur, 24.desember – Enginn akstur. • Jóladagur, 25.desember – Enginn akstur • Annar í jólum, 26.desember – Ekið verður samkvæmt sunnudagsáætlun. • Gamlársdagur, 31.desember – Enginn akstur • Nýársdagur, 1.janúar – Enginn akstur
29.11.2017 | LESA

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta – áherslur og úthlutanir 2016

Birt hefur verið greinargerð stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál þar sem gert er grein fyrir ráðstöfun fjárframlaga til sóknaráætlunarsamninga og framkvæmd þeirra árið 2016. Auk þess er gerður samanburður milli áranna 2015 og 2016, sem og samanburður milli landshluta. Upplýsingar í greinargerðinni byggjast að mestu á árlegum greinargerðum landshlutasamtaka sveitarfélaga til stýrihópsins. Hér að neðan er samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
29.11.2017 | LESA

Lesa meira

Ályktun frá aðalfundi Eyþings

Aðalfundur Eyþings, haldinn 10. og 11. nóvember 2017, í Fjallabyggð samþykkir eftirfarandi ályktun:
13.11.2017 | LESA

Lesa meira