Fréttir

Helga María tekur við verkefnum framkvæmdastjóra

Helga María Pétursdóttir mun taka tímabundið við verkefnum framkvæmdastjóra Eyþings eða fram að fyrirhuguðum skipulagsbreytingum. Helga María sem starfað hefur sem verkefnastjóri hjá bæði Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MS í hagfræði frá Háskóla Íslands. Helga María starfaði áður á skrifstofu lífskjara og vinnumála hjá velferðarráðuneytinu og á skrifstofu skattamála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
30.04.2019 | LESA

Lesa meira

Áhersluverkefni 2019

Nýverið samþykkti stjórn Eyþings tíu áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árið 2019.
22.03.2019 | LESA

Lesa meira

Breytingar hjá Eyþingi

Stjórn Eyþings samþykkti á fundi sínum þann 12. mars s.l. að fela formanni stjórnar, Hildu Jönu Gísladóttur tímabundið verkefni framkvæmdastjóra Eyþings frá og með 15. mars. Staða framkvæmdastjóra verður auglýst eins fljótt og auðið er að liðnum aukaaðalfundi sem haldinn verður þann 9. apríl nk, en á þeim fundi verður tekin afstaða til mögulegs samruna/aukins samstarfs Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á svæðinu.
19.03.2019 | LESA

Lesa meira

Fulltrúaráð Eyþings fundaði á Dalvík

Fundur fulltrúaráðs Eyþings var haldinn á Dalvík 15. febrúar s.l. Hlutverk fulltrúaráðsins er að vera stjórn til ráðgjafar í veigamiklum málum og að tryggja lýðræðislega aðkomu allra sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings.
04.03.2019 | LESA

Lesa meira

Breytingar hjá Eyþingi

Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Eyþings hefur lokið störfum hjá samtökunum. Pétur hóf störf hjá landshlutasamtökunum árið 1998 og hefur starfað hjá þeim allar götur síðan. Stjórn þakkar Pétri hans störf undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar.
22.02.2019 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður úthlutar 80 milljónum

Föstudaginn 8. febrúar, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 80 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Samningurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
09.02.2019 | LESA

Lesa meira

Breyttar tímatöflur hjá Strætó

08.02.2019 | LESA

Lesa meira

Nýr starfsmaður Eyþings

Helga María Pétursdóttir hag- og viðskiptafræðingur hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Eyþingi. Alls sóttu 13 aðilar um starfið en einn aðili dróg umsókn sína til baka.
18.01.2019 | LESA

Lesa meira

Ráðstefna um áhrif fiskeldis í Eyjafirði

Laugardaginn 19. janúar kl. 11 stendur Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fyrir ráðstefnu í Hofi um áhrif fiskeldis í Eyjafirði. Ráðstefnan verður upplýsandi samtal fræðasamfélagsins og almennings um fiskeldi sem fræðigrein og atvinnugrein.
17.01.2019 | LESA

Lesa meira

Gleðilega hátíð

Við óskum samstarfsaðilum og landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Skrifstofa Eyþings verður lokuð milli jóla og nýárs. Stjórn og starfsfólk Eyþings.
21.12.2018 | LESA

Lesa meira