Fréttir

Menningarbrunnur kominn í loftið!

Eyþing og SSNV kynna með stolti viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni 2015.
29.10.2018 | LESA

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð ársins 2017

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2017. Þar kemur m.a. fram að á árinu var unnið að samtals 65 áhersluverkefnum í landshlutunum átta og að 594 verkefni hlutu styrki úr uppbyggingarsjóðum að fjárhæð tæpum 473 milljónum króna.
17.10.2018 | LESA

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2019.
10.10.2018 | LESA

Lesa meira

Aðstoð við umsókn í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Eyþing hefur látið gera myndband þar sem farið er yfir umsóknarferli í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra. Myndbandið er að finna hér
10.10.2018 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll

Verkfræðistofan Efla vann skýrslu fyrir Eyþing um uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll með það að markmiði að styrkja flugsamgöngur við Norðurland eystra og með bættri aðstöðu gæti flugvöllurinn þjónað millilandaflugi og einnig sem varaflugvöllur. Áætlunin er unnin sem áhersluverkefni innan sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2015 – 2019.
02.10.2018 | LESA

Lesa meira

Ályktun frá aðalfundi Eyþings 2018

Aðalfundur Eyþings, haldinn 21. og 22. september, í Mývatnssveit samþykkir eftirfarandi ályktun:
27.09.2018 | LESA

Lesa meira

Aðalfundur Eyþings 2018 í Mývatnssveit

Aðalfundur Eyþings var haldinn dagana 21. og 22. september sl. á Sel-Hótel í Mývatnssveit. Á aðalfundinum voru flutt þrjú erindi; Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir fjallaði um framtíð ísl. Sveitarfélaga og styrkingu sveitarstjórnarstigsins. Helgi Már Pálsson ráðgjafi frá Eflu fór yfir Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og að lokum kynnti Róbert Ragnarsson ráðgjafi skýrslu um úttekt á innra starfi Eyþings.
26.09.2018 | LESA

Lesa meira

Skráning á námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.

Hægt er að skrá sig á námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum kjörtímabilið 2018-2022 hér. Námskeiðið er haldið í Lionssalnum við Skipagötu 14 á Akureyri þann 19. október. Námskeiðið verður frá kl. 10.00 til 17:00. Dagskrá námskeiðsins er að finna hér.
24.09.2018 | LESA

Lesa meira

Menningarleiðangur verkefnisstjóra Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga

Silja Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri atvinnuþróunuarfélags Þingeyinga, skipulagði menningarleiðangur fyrir verkefnisstjóra menningarmála hjá Eyþingi, Vigdísi Rún Jónsdóttur, dagana 29. og 30. ágúst sl. Ekið var að morgni miðvikudags frá Akureyri austur á Húsavík þar er menningarfulltrúi Eyþings, sem þetta ritar, hitti skipuleggjanda ferðarinnar Silju Jóhannesdóttur. Þaðan var haldið á Skjálftasetrið á Kópaskeri hvar Benedikt Björvinsson og Guðmundur Örn Benediktsson (Bói) tóku á móti þeim. Framtíð Skjálftasetursins á Kópaskeri var rædd ásamt metnaðarfullum tónlistarviðburðum sem Flygilvinir - tónlistarfélag við Öxarfjörð hafa staðið fyrir í rúman áratug. Flygilvinir halda að jafnaði þrenna tónleika ár hvert og nefnist tónleikaröðin þetta árið „Það er gaman að sækja tónleika“
06.09.2018 | LESA

Lesa meira

Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman

Byggðaráðstefna 2018 verður haldin 16.-17. október 2018 á Fosshótel Stykkishólmi. Að ráðstefnunni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og umhverfismálum. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á umhverfismál.
28.08.2018 | LESA

Lesa meira