Fréttir

Skráning á námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum.

Hægt er að skrá sig á námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum kjörtímabilið 2018-2022 hér. Námskeiðið er haldið í Lionssalnum við Skipagötu 14 á Akureyri þann 19. október. Námskeiðið verður frá kl. 10.00 til 17:00. Dagskrá námskeiðsins er að finna hér.
24.09.2018 | LESA

Lesa meira

Menningarleiðangur verkefnisstjóra Eyþings og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga

Silja Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri atvinnuþróunuarfélags Þingeyinga, skipulagði menningarleiðangur fyrir verkefnisstjóra menningarmála hjá Eyþingi, Vigdísi Rún Jónsdóttur, dagana 29. og 30. ágúst sl. Ekið var að morgni miðvikudags frá Akureyri austur á Húsavík þar er menningarfulltrúi Eyþings, sem þetta ritar, hitti skipuleggjanda ferðarinnar Silju Jóhannesdóttur. Þaðan var haldið á Skjálftasetrið á Kópaskeri hvar Benedikt Björvinsson og Guðmundur Örn Benediktsson (Bói) tóku á móti þeim. Framtíð Skjálftasetursins á Kópaskeri var rædd ásamt metnaðarfullum tónlistarviðburðum sem Flygilvinir - tónlistarfélag við Öxarfjörð hafa staðið fyrir í rúman áratug. Flygilvinir halda að jafnaði þrenna tónleika ár hvert og nefnist tónleikaröðin þetta árið „Það er gaman að sækja tónleika“
06.09.2018 | LESA

Lesa meira

Byggðaþróun og umhverfismál, hvernig getur blómleg byggð og náttúrvernd farið saman

Byggðaráðstefna 2018 verður haldin 16.-17. október 2018 á Fosshótel Stykkishólmi. Að ráðstefnunni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Stykkishólmsbær. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og umhverfismálum. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á umhverfismál.
28.08.2018 | LESA

Lesa meira

Skrifstofa Eyþings lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Eyþings verður lokuð frá 27. júlí til og með 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna.
24.07.2018 | LESA

Lesa meira

Stjórn Eyþings samþykkir mannauðsstefnu fyrir Eyþing

Stjórn Eyþings hefur samþykkt mannauðsstefnu fyrir Eyþing. Á 306. fundi stjórnar var lögð fram samræmd mannauðsstefna landshlutasamtakanna sem framkvæmdastjórar þeirra sameinuðust um að vinna. Stefnan var unnin í nánu samstarfi við Samband ísl. sveitarfélaga, en hún tekur bæði til framkvæmdastjóra og annarra starfsmanna. Mannauðsstefnan inniheldur bæði almenna stefnu og sértækar starfsreglur. Mannauðsstefnu Eyþings má finna hér.
02.07.2018 | LESA

Lesa meira

Starfsreglur stjórnar Eyþings

29.06.2018 | LESA

Lesa meira

Úrslit úr matvælasamkeppni

Úrslit úr matvælasamkeppninni: "Gerum okkur mat úr jarðhitanum" voru kynnt í Hofi 14. júní sl. Að samkeppninni stóðu Eimur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Matarauður Íslands og Íslensk verðbréf. Alls bárust 20 tillögur í samkeppnina um leiðir til að nýta jarðhita við framleiðslu á matvælum og næringarefnum. Hugmyndirnar voru mjög fjölbreyttar, vel unnar og því úr vöndu að ráða fyrir dómnefndina. Dómnefnd hafði valið fjórar tillögur sem kepptu til úrslita.
15.06.2018 | LESA

Lesa meira

Úrslit matvælasamkeppni Eims

Úrslit matvælasamkeppni Eims verða haldin í Hofi fimmtudaginn 14. júní kl. 16:00.
12.06.2018 | LESA

Lesa meira

Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga

Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga var haldinn 6. og 7. júní sl. á Vesturlandi. Guðmundur Baldvin formaður og Pétur Þór framkvæmdarstjóri mættu fyrir hönd Eyþings. Meðal þess sem farið var yfir á fundinum var staðan varðandi mögulega endurnýjun samninga um almenningssamgöngur. Einnig var farið yfir stöðuna og framhald samninga á sóknaráætlunum landshluta og yfir byggðaáætlun sem og fyrirhugaða endurskoðun á lagaumhverfi landshlutasamtaka. Þá var farið yfir það sem er efst á baugi í hverjum landshluta. Eftir fundinn var farið í skoðunarferð um Vesturland, farið var að Bjarteyjarsandi, um uppsveitir Borgarfjarðar og ferðinni lauk á heimsókn til Akraness.
08.06.2018 | LESA

Lesa meira

Smávirkjunarverkefni Orkustofnunar

Orkustofnun kallar eftir hugmyndum að virkjunum minni en 10 MW og má finna leiðbeiningar um það hvernig slíkum hugmyndum er skilað til stofnunarinnar í gegnum þjónustugátt á vefsíðu stofnunarinnar.
06.06.2018 | LESA

Lesa meira