Fréttir

Tækifæri dreifðra byggða - málþing 5. september

Landshlutasamtökin og Nýsköpunarmiðstöð standa fyrir ráðstefnu um tækifæri dreifðra byggða í 4. Iðnbyltingunni fimmtudaginn 5. september 2019. Ráðstefnan fer fram á 6 stöðum á landinu samtímis; Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi. Á Akureyri verður ráðstefnan haldin í Verksmiðjunni, Glerárgötu 34, frá kl. 9:00-13:30 en ráðstefnugestir geta einnig tekið þátt í gegnum netið.
03.09.2019 | LESA

Lesa meira

Aukaúthlutun úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Nýverið samþykkti stjórn Eyþings 13 áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árið 2019.
26.08.2019 | LESA

Lesa meira

Styrkjamöguleikar Evrópuáætlana - Kynningarfundur á Siglufirði og Akureyri

Eyþing vekur athygli á áhugaverðum kynningarfundum á vegum Rannís um styrkjamöguleika Evrópuáætlana sem haldnir verða á Siglufirði og Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst.
21.08.2019 | LESA

Lesa meira

Skýrsla RHA um menntunarþörf í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum

Út er komin skýrsla RHA um menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, eftir starfsgreinum og staðsetningu. Spurningakönnun var send í nóvember 2018 til allra fyrirtækja og stofnana á svæðinu, fámennra sem fjölmennra og viðtöl tekin við 23 forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana, verkalýðsfélaga og sveitarfélaga.
24.06.2019 | LESA

Lesa meira

SBA og Fjallasýn taka við akstri almenningsvagna

Hópferðabílar Akureyrar munu hætta akstri almenningsvagna eftir daginn í dag og taka SBA-Norðurleið og Fjallasýn við fimmtudaginn 23. maí. SBA-Norðurleið tekur við akstri á leið 56 milli Akureyrar og Egilsstaða og leið 78 milli Akureyrar og Siglufjarðar. Fjallasýn tekur hins vegar við akstri á leið 79 milli Akureyrar og Húsavíkur.
22.05.2019 | LESA

Lesa meira

Leið 56 breytir tímatöflu - Akstur byrjar á Akureyri

Frá og með sunnudeginum 26. maí mun tímatafla leiðar 56 breytast. Ekið verður frá Akureyri kl. 08:00 um morguninn og til baka frá Egilsstöðum kl. 12:15.
22.05.2019 | LESA

Lesa meira

Heimsókn menningarfulltrúa landshlutanna á Norðurland vestra

Dagana 14. og 15. maí sl. tók Vigdís Rún Jónsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings, þátt í árlegum vorfundi menningarfulltrúa landshlutanna á Norðurlandi vestra. Ásamt menningarfulltrúunum voru verkefnisstjórar Uppbyggingarsjóða Norðurlands vestra, Austurlands og Suðurlands.
17.05.2019 | LESA

Lesa meira

Samið við Strategíu

Í kjölfar aukaaðalfundar Eyþings voru formenn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Eyþings skipaðir í stýrihóp vegna endurskipulagningar landshlutasamtaka og atvinnuþróunarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
10.05.2019 | LESA

Lesa meira

Umsögn Eyþings um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024

Eyþing samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024.
09.05.2019 | LESA

Lesa meira

Helga María tekur við verkefnum framkvæmdastjóra

Helga María Pétursdóttir mun taka tímabundið við verkefnum framkvæmdastjóra Eyþings eða fram að fyrirhuguðum skipulagsbreytingum. Helga María sem starfað hefur sem verkefnastjóri hjá bæði Eyþingi og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar er með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MS í hagfræði frá Háskóla Íslands. Helga María starfaði áður á skrifstofu lífskjara og vinnumála hjá velferðarráðuneytinu og á skrifstofu skattamála hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
30.04.2019 | LESA

Lesa meira