Fréttir

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningarmála. Umsóknarfrestur vegna umsókna 2019 rann út þann 7. nóvember sl.
14.11.2018 | LESA

Lesa meira

Páll Björgvin tímabundið til Eyþings

Páll Björgvin Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri í Fjarðarbyggð og ráðgjafi hjá RR ráðgjöf mun tímabundið sinna störfum framkvæmdarstjóra Eyþings vegna veikinda framkvæmdarstjóra. Páll er viðskiptafræðingur (B.Sc.) að mennt, með MBA meistragráðu með áherslu á fjármál fyrirtækja.
02.11.2018 | LESA

Lesa meira

Viðskiptalíkan fyrir skapandi greinar

Eyþing kynnir Creative Business Model Toolkit sem er viðskiptalíkan hugsað fyrir skapandi hæfileikafólk er hefur hug á að setja fyrirtæki á laggirnar, sem og skapandi frumkvöðla á fyrstu stigum rekstrar. Viðskiptamódelið nýtist einnig reyndara athafnafólki sem ekki hefur bakgrunn í viðskiptafræðum eða stjórnun.
30.10.2018 | LESA

Lesa meira

Menningarbrunnur kominn í loftið!

Eyþing og SSNV kynna með stolti viðamikinn gagnagrunn um menningartengda þjónustu á Norðurlandi sem nefnist Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningarstarf á Norðurlandi. Skráning í grunninn er aðilum að kostnaðarlausu og verður skráning og viðhald upplýsinga í höndum Eyþings og SSNV. Menningarbrunnur - Gagnagrunnur um menningartengda þjónustu á Norðurlandi hlaut styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra sem áhersluverkefni 2015.
29.10.2018 | LESA

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð ársins 2017

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2017. Þar kemur m.a. fram að á árinu var unnið að samtals 65 áhersluverkefnum í landshlutunum átta og að 594 verkefni hlutu styrki úr uppbyggingarsjóðum að fjárhæð tæpum 473 milljónum króna.
17.10.2018 | LESA

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2019.
10.10.2018 | LESA

Lesa meira

Aðstoð við umsókn í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Eyþing hefur látið gera myndband þar sem farið er yfir umsóknarferli í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra. Myndbandið er að finna hér
10.10.2018 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll

Verkfræðistofan Efla vann skýrslu fyrir Eyþing um uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll með það að markmiði að styrkja flugsamgöngur við Norðurland eystra og með bættri aðstöðu gæti flugvöllurinn þjónað millilandaflugi og einnig sem varaflugvöllur. Áætlunin er unnin sem áhersluverkefni innan sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2015 – 2019.
02.10.2018 | LESA

Lesa meira

Ályktun frá aðalfundi Eyþings 2018

Aðalfundur Eyþings, haldinn 21. og 22. september, í Mývatnssveit samþykkir eftirfarandi ályktun:
27.09.2018 | LESA

Lesa meira

Aðalfundur Eyþings 2018 í Mývatnssveit

Aðalfundur Eyþings var haldinn dagana 21. og 22. september sl. á Sel-Hótel í Mývatnssveit. Á aðalfundinum voru flutt þrjú erindi; Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir fjallaði um framtíð ísl. Sveitarfélaga og styrkingu sveitarstjórnarstigsins. Helgi Már Pálsson ráðgjafi frá Eflu fór yfir Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og að lokum kynnti Róbert Ragnarsson ráðgjafi skýrslu um úttekt á innra starfi Eyþings.
26.09.2018 | LESA

Lesa meira