Fréttir

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum verkefnisins Betri Bakkafjörður. Frestur til að sækja um er til og með sunnudagsins 15. desember 2019. Meginmarkmið verkefnisins Betri Bakkafjörður eru eftirfarandi: • Sterkir samfélagsinnviðir • Öflugt atvinnulíf • Aðlandi ímynd Bakkafjarðar • Skapandi mannlíf
18.11.2019 | LESA

Lesa meira

Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrki á sviði menningarmála. Umsóknarfrestur vegna umsókna 2020 rann út þann 7. nóvember sl.
11.11.2019 | LESA

Lesa meira

Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda

Drög að sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með 10. nóvember næstkomandi. Samráðið við mótun nýrrar sóknaráætlunar átti sér stað í þremur fösum. Fyrst fundaði fulltrúaráð Eyþings um þá framtíðarsýn sem sóknaráætlunin átti að endurspegla.
30.10.2019 | LESA

Lesa meira

FRAMKVÆMDASJÓÐUR FERÐAMANNASTAÐA AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI FYRIR ÁRIÐ 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2020. Umsóknarfrestur er til hádegis þann 29. október næstkomandi.
10.10.2019 | LESA

Lesa meira

Umsóknargátt Uppbyggingarsjóðs liggur niðri í dag, miðvikudaginn 9. október frá kl. 13:00

Vegna flutnings á kerfi Uppbyggingarsjóðs landhlutanna liggur umsóknargáttin niðri frá kl. 13:00 í dag, miðvikudaginn 9. okt, en opnar aftur á morgun. Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum
09.10.2019 | LESA

Lesa meira

Styrkir til verkefna og viðburða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki á málefnasviðum ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Styrkirnir eru ætlaðir tiil verkefna sem efla atvinnulíf og nýsköpun. Umsóknarfrestur er til 21. október 2019.
09.10.2019 | LESA

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2020. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2020. Opnað verður fyrir umsóknir kl. 12:00, 7. október. Umsóknarfrestur er til og með kl. 12:00, 7. nóvember.
07.10.2019 | LESA

Lesa meira

Húsfyllir í Hofi vegna gerðar nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Fimmtudaginn 19. september stóð Eyþing fyrir stórfundi í Hofi vegna gerðar nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024. Yfir 100 manns mættu á fundinn og fram komu margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans. Gert er ráð fyrir að vinnu vegna nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra verði lokið í nóvember 2019.
23.09.2019 | LESA

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð ársins 2018

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2018.
12.09.2019 | LESA

Lesa meira

Við viljum sjá þig í Hofi 19. september

Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 19. september kl. 16-19.
09.09.2019 | LESA

Lesa meira