Fréttir

Fulltrúaráð Eyþings fundaði á Dalvík

Fundur fulltrúaráðs Eyþings var haldinn á Dalvík 15. febrúar s.l. Hlutverk fulltrúaráðsins er að vera stjórn til ráðgjafar í veigamiklum málum og að tryggja lýðræðislega aðkomu allra sveitarfélaga á starfssvæði Eyþings.
04.03.2019 | LESA

Lesa meira

Breytingar hjá Eyþingi

Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri Eyþings hefur lokið störfum hjá samtökunum. Pétur hóf störf hjá landshlutasamtökunum árið 1998 og hefur starfað hjá þeim allar götur síðan. Stjórn þakkar Pétri hans störf undanfarin ár og óskar honum velfarnaðar.
22.02.2019 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður úthlutar 80 milljónum

Föstudaginn 8. febrúar, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 80 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Samningurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
09.02.2019 | LESA

Lesa meira

Breyttar tímatöflur hjá Strætó

08.02.2019 | LESA

Lesa meira

Nýr starfsmaður Eyþings

Helga María Pétursdóttir hag- og viðskiptafræðingur hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Eyþingi. Alls sóttu 13 aðilar um starfið en einn aðili dróg umsókn sína til baka.
18.01.2019 | LESA

Lesa meira

Ráðstefna um áhrif fiskeldis í Eyjafirði

Laugardaginn 19. janúar kl. 11 stendur Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fyrir ráðstefnu í Hofi um áhrif fiskeldis í Eyjafirði. Ráðstefnan verður upplýsandi samtal fræðasamfélagsins og almennings um fiskeldi sem fræðigrein og atvinnugrein.
17.01.2019 | LESA

Lesa meira

Gleðilega hátíð

Við óskum samstarfsaðilum og landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Skrifstofa Eyþings verður lokuð milli jóla og nýárs. Stjórn og starfsfólk Eyþings.
21.12.2018 | LESA

Lesa meira

Uppbygging flugvallakerfisins og efling innanlandsflugs

Stjórn Eyþings fagnar nýútkominni skýrslu um "Uppbyggingu flugvallarkerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs". Að koma varaflugvöllum landsins inn í efnahagsreikning ISAVIA og að breyta eigendastefnu ISAVIA á þann hátt að hún taki mið að byggðamálum, eflingu ferðaþjónustunnar og atvinnuuppbyggingar um allt land er stórt og mikilvægt skref í uppbyggingu vallanna.
14.12.2018 | LESA

Lesa meira

Verkefnastjóri óskast til starfa hjá Eyþingi

Eyþing er landshlutasamtök sveitarfélaga á Norðausturlandi og innan Eyþings eru 13 sveitarfélög með liðlega 30.000 íbúa. Hlutverk Eyþings er að vera samráðsvettvangur aðildarsveitarfélaganna og sinna hverjum þeim verkefnum sem sveitarfélögin eða löggjafinn kunna að fela þeim. Markmið samtakanna er að efla samvinnu sveitarfélaganna, gæta hagsmuna þeirra, styrkja byggð og mannlíf á starfssvæðinu öllu, atvinnulega, félagslega og menningarlega. Ráðið er í starf verkefnastjóra til eins árs og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
07.12.2018 | LESA

Lesa meira

Tveir verkefnastyrkir til Eyþings

Eyþing fær styrk til að stofna félög um reksturinn í eigu sveitarfélaga og þróunarfélag sem sér um kynningu og markaðssetningu í samstarfi við Bremenport í Þýskalandi. Styrkurinn nýtist til að halda áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessa. Verkefnið er styrkt um 18.000.000 kr. Eyþing hlýtur styrk til að setja upp varmarafal (ORC) til að framleiða rafmagn með lághita sem þýðir hagkvæmari kæling og betri ending veitukerfa. Vatnið úr borholunni er nú 116°C sem þýðir að kæla þarf það inn á veituna. Styrkurinn nýtist til að velja lausnir, hanna aðstöðu, setja upp varmarafal og kerfi og koma á samstarfi. Verkefnið er styrkt um 3.500.000 kr. á ári í þrjú ár.
19.11.2018 | LESA

Lesa meira