Fréttir

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2020. Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2020. Opnað verður fyrir umsóknir kl. 12:00, 7. október. Umsóknarfrestur er til og með kl. 12:00, 7. nóvember.
07.10.2019 | LESA

Lesa meira

Húsfyllir í Hofi vegna gerðar nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Fimmtudaginn 19. september stóð Eyþing fyrir stórfundi í Hofi vegna gerðar nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024. Yfir 100 manns mættu á fundinn og fram komu margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans. Gert er ráð fyrir að vinnu vegna nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra verði lokið í nóvember 2019.
23.09.2019 | LESA

Lesa meira

Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð ársins 2018

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2018.
12.09.2019 | LESA

Lesa meira

Við viljum sjá þig í Hofi 19. september

Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 19. september kl. 16-19.
09.09.2019 | LESA

Lesa meira

LÝSA - ROKKHÁTÍÐ SAMTALSINS

LÝSA - rokkhátíð samtalsins verður haldin í þriðja sinn á Akureyri, 6. og 7. september 2019 í Menningarhúsinu Hofi.
03.09.2019 | LESA

Lesa meira

Tækifæri dreifðra byggða - málþing 5. september

Landshlutasamtökin og Nýsköpunarmiðstöð standa fyrir ráðstefnu um tækifæri dreifðra byggða í 4. Iðnbyltingunni fimmtudaginn 5. september 2019. Ráðstefnan fer fram á 6 stöðum á landinu samtímis; Borgarnesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Reyðarfirði og Selfossi. Á Akureyri verður ráðstefnan haldin í Verksmiðjunni, Glerárgötu 34, frá kl. 9:00-13:30 en ráðstefnugestir geta einnig tekið þátt í gegnum netið.
03.09.2019 | LESA

Lesa meira

Aukaúthlutun úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra

Nýverið samþykkti stjórn Eyþings 13 áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árið 2019.
26.08.2019 | LESA

Lesa meira

Styrkjamöguleikar Evrópuáætlana - Kynningarfundur á Siglufirði og Akureyri

Eyþing vekur athygli á áhugaverðum kynningarfundum á vegum Rannís um styrkjamöguleika Evrópuáætlana sem haldnir verða á Siglufirði og Akureyri fimmtudaginn 29. ágúst.
21.08.2019 | LESA

Lesa meira

Skýrsla RHA um menntunarþörf í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum

Út er komin skýrsla RHA um menntunarþörf í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, eftir starfsgreinum og staðsetningu. Spurningakönnun var send í nóvember 2018 til allra fyrirtækja og stofnana á svæðinu, fámennra sem fjölmennra og viðtöl tekin við 23 forsvarsmenn fyrirtækja, stofnana, verkalýðsfélaga og sveitarfélaga.
24.06.2019 | LESA

Lesa meira

SBA og Fjallasýn taka við akstri almenningsvagna

Hópferðabílar Akureyrar munu hætta akstri almenningsvagna eftir daginn í dag og taka SBA-Norðurleið og Fjallasýn við fimmtudaginn 23. maí. SBA-Norðurleið tekur við akstri á leið 56 milli Akureyrar og Egilsstaða og leið 78 milli Akureyrar og Siglufjarðar. Fjallasýn tekur hins vegar við akstri á leið 79 milli Akureyrar og Húsavíkur.
22.05.2019 | LESA

Lesa meira