Ný sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024 var kynnt og samþykkt samhljóða á aðalfundi Eyþings sem haldinn var í Dalvíkurbyggð 15.-16. nóvember sl. Í ljósi góðrar reynslu fyrri sóknaráætlana Norðurlands eystra, frá árunum 2013-2019, var ákveðið að ráðast í vinnu við nýja sóknaráætlun til næstu fimm ára. Þann 12. nóvember 2019 var undirritaður samningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins annars vegar og Eyþings hins vegar um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024. Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.
28.11.2019 | LESA