Fréttir

Sex verkefni styrkt á Bakkafirði

Þann 10. janúar sl. voru sjö milljónum króna úr verkefninu Betri Bakkafjörður vegna ársins 2019 úthlutað til sex samfélagseflandi verkefna á Bakkafirði. Auglýst var síðastliðinn nóvember, sjö umsóknir bárust um styrki að upphæð kr. 16,5 milljónir. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.
04.02.2020 | LESA

Lesa meira

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE)

Niðurstaðan úr nafnasamkeppninni sem fram fór í byrjun janúar er Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE. Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í keppninni og óhætt er að segja að margar góðar hugmyndir hafi komið fram.
24.01.2020 | LESA

Lesa meira

Nýr framkvæmdarstjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra

Stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hefur ráðið Eyþór Björnsson í stöðu framkvæmdastjóra samtakanna. Eyþór Björnsson er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, MBA frá Háskóla Íslands og diplomu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið diplomanámi í alþjóðlegum hafrétti frá Rhodes Academy. Eyþór hefur starfað sem forstjóri Fiskistofu frá árinu 2010 og þar á undan gengdi hann starfi sviðsstjóra veiðieftirlitssviðs hjá sömu stofnun. Eyþór hefur yfirgripsmikla reynslu af rekstri og stjórnun s.s. breytingastjórnun, skipulagningu og uppbyggingu starfsstöðva, mannauðsmálum, stefnumótun og innleiðingu stefnu.
20.01.2020 | LESA

Lesa meira

Ertu með hugmynd að áhersluverkefni?

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra auglýsir eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árið 2020. Áhersluverkefni eru samningsbundin verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Verkefni geta til dæmis verið ráðgjafar- og átaksverkefni á sviði nýsköpunar-, menningar- og umhverfismála. Hægt er að skila inn hugmyndum til og með 31. janúar 2020 á netfangið vigdis@eything.is.
06.01.2020 | LESA

Lesa meira

Nafnasamkeppni - ný landshlutasamtök á Norðurlandi eystra

Í nóvember sl. samþykktu Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sameiningu félaganna þriggja undir hatti nýrra samtaka. Þessi samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra efna hér með til nafnasamkeppni um heiti félagsins. Íbúar á svæðinu eru hvattir til að taka þátt í samkeppninni og finna hentugt og sterkt nafn á félagið.
30.12.2019 | LESA

Lesa meira

Framkvæmdastjóri samtaka atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf framkvæmdastjóra. Um er að ræða nýtt og spennandi starf sem gefur réttum aðila tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu og þróun á svæðinu. Starfsstöðvar félagsins verða á fjórum stöðum: Húsavík, Akureyri, Tröllaskaga og Norður Þingeyjarsýslum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er í starfið til fimm ára.
12.12.2019 | LESA

Lesa meira

Ný sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024

Ný sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024 var kynnt og samþykkt samhljóða á aðalfundi Eyþings sem haldinn var í Dalvíkurbyggð 15.-16. nóvember sl. Í ljósi góðrar reynslu fyrri sóknaráætlana Norðurlands eystra, frá árunum 2013-2019, var ákveðið að ráðast í vinnu við nýja sóknaráætlun til næstu fimm ára. Þann 12. nóvember 2019 var undirritaður samningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins annars vegar og Eyþings hins vegar um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024. Markmið samningsins er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls.
28.11.2019 | LESA

Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir Eyrarrósina 2020.

Eyrarrósin er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefnum sem þegar hafa fest sig í sessi utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósinni fylgja peningaverðlaun að upphæð 2.000.000 kr. Tvö önnur tilnefnd verkefni hljóta einnig peningaverðlaun að upphæð 500.000 kr.
28.11.2019 | LESA

Lesa meira

Menningarlíf: Skapandi afl í byggðaþróun?

Ráðstefna um þátt menningar og sögu í vexti og viðgangi byggðar á Íslandi sem haldin verður í Hofi þann 4. desember kl. 14-17. Aðalfyrirlesari er Menelaos Gkartzios sérfræðingur við Centre for Rural Economy við Háskólann í Newcastle sem hefur stýrt alþjóðlegum verkefnum sem snúast um að tengja listsköpun og menningarstarf með markvissum hætti við byggðaþróun og samfélagsuppbyggingu.
27.11.2019 | LESA

Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði 2020

Vakin er athygli sveitarfélaga á því að auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2020. Úr húsafriðunarsjóði eru m.a. veittir styrkir til sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.
18.11.2019 | LESA

Lesa meira