Fréttir

Fjarfundamenning

Á síðasta ári hlutu Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SÍMEY styrk úr sóknaráætlun Norðurlands eystra til að vinna að verkefni sem ber heitið fjarfundamenning. Meginmarkmið með framkvæmd verkefnisins voru að auka og efla þekkingu og notkun kjörinna fulltrúa á Norðurlandi eystra á fjarfundum í nefndum/ráðum/stjórnum sveitarfélaga. Auka þekkingu starfsmanna stjórnsýslunnar á notkun fjarfunda í daglegu starfi og gera sveitarfélögin á svæðinu betur í stakk búin til að innleiða störf án staðsetningar.
26.03.2020 | LESA

Lesa meira

Verkefni til viðspyrnu

23. mars sendi stjórn Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, erindi til ráðherra ríkisstjórnarinnar varðandi leiðir til viðspyrnu í þeim aðstæðum sem nú eru uppi. Þar leggur stjórn til að stórauknu fjármagni verði veitt inn í Sóknaráætlun Norðurlands eystra til að mæta þeim áskorunum sem við blasa og tilgreina stór og mikilvæg verkefni sem þegar hafa verið útfærð og auðvelt er að hrinda í framkvæmd.
26.03.2020 | LESA

Lesa meira

Ráðstefna um úrgangsmál flutt á netið

Ráðstefnan sem SSNV og SSNE standa fyrir um úrgangsmál og halda átti á Akureyri þann 1. apríl hefur verið flutt á netið. Ráðstefnan mun fara fram á sama tíma og ætlað var, kl. 13-16 og verður send út á netinu.
25.03.2020 | LESA

Lesa meira

Upplýsingar um úrræði vegna Covid-19

SSNE hefur það að markmiði að veita bestu upplýsingar sem völ er á um þau úrræði og aðgerðir af hálfu ríkisins vegna þeirra efnahagsáhrifa sem Covid-19 heimsfaraldurinn veldur. Því bendum við á eftirfarandi síður sem halda vel utan um þær aðgerðir sem um ræðir og uppfæra eftir því sem þarf. Starfsfólk SSNE er til þjónustu reiðubúið, ekki hika við að hafa samband.
24.03.2020 | LESA

Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til verkefna í tengslum við verkefnið „Betri Bakkafjörður“ Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrk úr sjóðum verkefnisins Betri Bakkafjörður fyrir árið 2020. Frestur til að sækja um er til og með föstudagsins 17. apríl 2020.
20.03.2020 | LESA

Lesa meira

Styrkir úr Barnamenningarsjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Barnamenningarsjóði Íslands. Sjóðurinn er átaksverkefni til fimm ára, stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins á hátíðarfundi Alþingis 18. júlí 2018. Umsóknarfrestur rennur út 1. apríl 2020 kl. 16.00.
04.03.2020 | LESA

Lesa meira

Vettvangur ungs fólks á Norðurlandi eystra

Verkefnið Vettvangur ungs fólks á Norðurlandi eystra hlaut styrk úr sóknaráætlun Norðurlands eystra fyrir árið 2019 og miðar að því að skapa vettvang fyrir ungt fólk á Eyþingssvæðinu til að ræða sameiginleg hagsmunamál og kynnast lífi hvers annars. Markmiðið er að skapa samheldni, tengslanet og umræður og valdefla ungt fólk á svæðinu. Með þessu verkefni er komið tækifæri fyrir ungmenni til að eiga samstarf við sveitarfélögin á svæðinu og vekja athygli á þeirra málefnum.
25.02.2020 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutar 76 milljónum

Föstudaginn 7. febrúar, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 76 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar við athöfn í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Ávörp fluttu Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Eyþór Björnsson, framkvæmdarstjóri SSNE, Eva Hrund Einarsdóttir, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs og Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. Jólasveinarnir í Dimmuborgum sáu um skemmtiatriðin og Sel-Hótel sá um veitingarnar.
10.02.2020 | LESA

Lesa meira

Skýrsla RHA um Samstarf safna og Ábyrgðasöfn á Norðurlandi eystra

Á haustmánuðum 2019 skrifaði Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) undir samning við Eyþing/SSNE um gerð fýsileikakönnunar um aukið samstarf eða sameiningu safna á Norðurlandi eystra við höfuðsöfnin. Verkefnið var unnið í samræmi við tillögu C-14. Samstarf safna - ábyrgðasöfn í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 og var fjármagnað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
05.02.2020 | LESA

Lesa meira

Eyrarrósarlistinn 2020

Eyrarrósin, sem nú er veitt í sextánda sinn, er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu. Þrjú verkefnanna hljóta formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2020. Þau eru: Kakalaskáli í Skagafirði, Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði.
04.02.2020 | LESA

Lesa meira