Fréttir

Eyrarrósarlistinn 2015 birtur

Listi yfir tíu verkefni sem eiga möguleika á því að hljóta Eyrarrósina í ár.
06.03.2015 | LESA

Lesa meira

Samningur um sóknaráætlun Norðurlands eystra

Þann 10. febrúar sl. var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019. Fyrir hönd ríkisins skrifuðu undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson en fyrir hönd landshlutana átta, formenn eða framkvæmdarstjórar þeirra. Vegna veðurs komust fulltrúar Eyþings og SSA samtaka sveitarfélaga á Austurlandi ekki til að skrifa undir í Reykjavík. Þess í stað var skrifað undir samningana í gær á sameiginlegum fundi Eyþings og SSA með þingmönnum norðausturkjördæmis í Mývatnssveit. Fyrir hönd ríkisins voru mættir forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, Logi Már Einarsson formaður stjórnar Eyþings skrifaði undir samninginn fyrir hönd Eyþings.
12.02.2015 | LESA

Lesa meira

Nýr starfsmaður

Linda Margrét Sigurðardóttir hefur hafið störf á skrifstofu Eyþings. Linda Margrét er búsett í Eyjafjarðarsveit ásamt fjölskyldu sinni en er fædd og uppalin á Presthólum í Norðurþingi.
06.01.2015 | LESA

Lesa meira

40 umsóknir um skirfstofustarf

Alls bárust 40 umsóknir um skrifstofustarf sem auglýst var hjá Eyþingi. Um er að ræða hlutastarf. Umsóknir voru mjög vandaðar og stór hópur mjög hæfra umsækjenda. Verið er að vinna úr umsóknum. Vegna fjölda umsókna er ljóst að nokkru lengri tíma mun taka að ganga frá ráðningu en áformað hafði verið.
12.12.2014 | LESA

Lesa meira

Skrifstofustarf

Eyþing óskar eftir starfskrafti á skrifstofu í hlutastarf. Vinnutími er alla jafna frá 9-14 virka daga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun janúar. Í starfinu felst umsjón með undirbúningi funda, eftirfylgni með verkefnum, skjalastjórnun og yfirumsjón með heimasíðu Eyþings, auk annarra verkefna.
25.11.2014 | LESA

Lesa meira

Aðalfundur Eyþings 2014

Aðalfundur Eyþings verður haldinn að Narfastöðum Þingeyjarsveit dagana 3. og 4. október næstkomandi. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður áhersla í umfjöllun fundarins á áhrif ferðaþjónustu á svæðinu.
22.09.2014 | LESA

Lesa meira

Fyrsti græni leigusamningurinn á Akureyri í gamla KEA húsinu

Leigutakar og Reitir munu undirrita viljayfirlýsingu um græna leigu fimmtudaginn 5. júní kl. 15:30 í Hafnarstræti 91. Græn leiga er samstarf Reita og viðskiptavinar um að starfrækja húsnæði með vistvænum hætti. Húsnæðið verður þá skilgreint sem Grænn Reitur.
04.06.2014 | LESA

Lesa meira

Skráing á málþing um sóknaráætlun

Miðvikudaginn 30. apríl nk. kl. 13-17 verður haldið málþing að Hótel KEA um sóknaráætlun Norðurlands eystra.
10.04.2014 | LESA

Lesa meira

Málþing um sóknaráætlun Norðurlands eystra

Málþing um sóknaráætlun verður haldið miðvikudaginn 30. apríl nk. á Hótel KEA Akureyri kl. 13 -17.
09.04.2014 | LESA

Lesa meira

Kynningar- og samráðsfundur.

Skipulagsstofnun hefur auglýst kynningar- og samráðsfundi í tengslum við auglýsingu á Lýsingu Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í lýsingunni er gerð grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu. Fyrsti fundurinn verður í Iðnó þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi klukkan 15:00-17:30.
26.02.2014 | LESA

Lesa meira