Fréttir

Menningarlandið 2017

Menningarlandið 2017 - ráðstefnu um barnamenningu, verður haldin í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. - 14. september 2017. Megintilgangur ráðstefnunnar verður að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis eins og menningarstefna stjórnvalda frá 2013 leggur áherslu á. Áhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og er markhópurinn starfandi listamenn, liststofnanir, söfn og aðrir aðilar sem sinna barnamenningu.
22.08.2017 | LESA

Lesa meira

Sumarlokun

07.07.2017 | LESA

Lesa meira

Fundur í fulltrúaráði Eyþings

Fundur í fulltrúaráði Eyþings var haldinn á Húsavík 8. júní sl.
09.06.2017 | LESA

Lesa meira

Málþing um raforkumál á Norðurlandi

Eyþing boðar til málþings um raforkumál á Norðurlandi í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga. Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi Akureyri miðvikudaginn 7. júní og hefst kl. 14:00.
31.05.2017 | LESA

Lesa meira

Málþing um Vaðlaheiðargöng í Hofi á Akureyri

Málþing um Vaðlaheiðargöng fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri mánudaginn 29. maí næstkomandi.
22.05.2017 | LESA

Lesa meira

Starfslok menningarfulltrúa Eyþings

Á fundi stjórnar Eyþings í gær var samþykktur starfslokasamningur við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur menningarfulltrúa og hefur hún látið af stöfum hjá Eyþingi f.o.m. deginum í dag, 16. maí.
16.05.2017 | LESA

Lesa meira

Gegnumslag í Vaðlaheiðargöngum

Verkefnið Vaðlaheiðargöng hefur verið á borði Eyþings frá árinu 2002. Þá var sett á fót nefnd á vegum Eyþings til að skoða hvort og hvernig best væri að vinna að undirbúningi að gerð Vaðlaheiðargangna. Í framhaldi af því, í febrúar 2013, var félagið Greið leið ehf. stofnað af öllum sveitarfélögum innan Eyþings og nokkrum fyrirtækjum. Félagið Greið leið ehf. hefur alla tíð verið vistað hjá Eyþingi. Þessi áfangi er því merkur í sögu Eyþings.
04.05.2017 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutaði 79 milljónum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutaði í dag 79 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar á starfssvæði Eyþings. Sjóðurinn er hluti af samningi milli Eyþings og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015 til 2019. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Samtals bárust 156 umsóknir, þar af 45 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 111 til menningar. Úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs samþykkti að veita 77 verkefni styrkvilyrði.
28.04.2017 | LESA

Lesa meira

Samráðsfundur um gerð svæðisskipulags

Kynningar- og samráðsfundur til undirbúnings svæðisskipulagsgerð var haldinn þann 5. apríl á Akureyri. Til hans voru boðaðir fulltrúar sveitarfélaga og verkefnisstjórnar DMP verkefnisins svokallaða en það snýst um stefnu og aðgerðaáætlun fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Einnig voru boðið fulltrúum frá Markaðsstofu Norðurlands og tengdum aðilum, atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði, Minjastofnun, Byggðastofnun, Vegagerðinni og fleiri aðilum.
10.04.2017 | LESA

Lesa meira

Kynning á skipulagsmálum haf- og strandsvæða

Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Verkís verkfræðistofa boðuðu til kynningar á skipulagsmálum haf- og standsvæða þann 22. mars sl. Gunnar Páll Eydal frá Verkís og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga voru með framsögu en þeir hafa mikla reynslu af skipulagsmálum haf- og strandsvæða. Fundurinn var mjög upplýsandi og fræðandi. Farið var yfir langa reynslusögu Vestfirðinga af þessum málum. Ásamt því að ítarlega var farið yfir drög að frumvarpi um skipulag haf- og strandsvæða. Miklar umræður spunnust í framhaldi af erindum þeirra.
23.03.2017 | LESA

Lesa meira