Fréttir

Öxarfjörður í sókn-fyrirtækjaheimsóknir

Á svæði Eyþings eru fjórar byggðir skilgreindar sem „Brothættar byggðir“ Stjórn Eyþings skipaði Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóra Eyþings í verkefnastjórnir Raufarhafnar og Öxarfjarðar og Gunnar Gíslason í verkefnastjórnir Grímseyjar og Hríseyjar. Sl. föstudag fór verkefnastjórn verkefnisins Öxarfjörður í sókn ásamt Silju Jóhannesdóttur, verkefnastjóra, og heimsótti nokkur fyrirtæki á svæðinu. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér betur þá starfsemi sem þar er. Verkefnastjórnin fundaði í Gljúfrastofu en heimsótti einnig Rifós, Verslunina Ásbyrgi, Silfurstjörnuna og Fjallalamb.
13.03.2017 | LESA

Lesa meira

Heimsókn SASS

Stjórn og framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga komu í heimsókn á skrifstofu Eyþings sl. föstudag. Stjórn SASS byrjaði daginn á stjórnarfundi í húsakynnum Eyþings. Síðan kynnti Pétur Þór Eyþing og starfsemi þess. Jafnframt var farið í skoðunarferð um Hafnarstræti 91 og kynntar þær stofnanir sem eru þar til húsa. Starfsfólk Eyþings þakkar SASS fólki kærlega fyrir skemmtilega samverustund.
07.03.2017 | LESA

Lesa meira

Frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi

Stjórn Eyþings sendi frá sér umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi þann 23. febrúar sl.
28.02.2017 | LESA

Lesa meira

Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum?

Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri.
20.01.2017 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017 Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2017.
11.01.2017 | LESA

Lesa meira

Bókun stjórnar vegna frumvarps til fjárlaga 2017

Stjórn Eyþings fjallaði um frumvarp til fjárlaga 2017 á fundi sínum föstudaginn 16. desember og samþykkti eftirfarandi bókun: Á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í apríl sl. kynntu fulltrúar Eyþings tvö mál fyrir nefndinni sem lögð var rík áhersla á að færi inn í fjögurra ára samgönguáætlun. Undir sjónarmið Eyþings var tekið og lagði nefndin til að þessi verkefni færu inn á áætlun, annars vegar að lokið yrði við gerð Dettifossvegar og hins vegar að áfram yrði unnið að undirbyggingu flughlaðs á Akureyrarflugvelli með því að nýta til þess efni sem til fellur úr Vaðlaheiðargöngum.
19.12.2016 | LESA

Lesa meira

Umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 hafið

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Stefnt er að undirritun styrktarsamninga vegna Ísland ljóstengt 2017 í febrúar næstkomandi.
14.12.2016 | LESA

Lesa meira

Raforkumál á Norðurlandi eystra.

Eyþing og Orkustofnun boða fulltrúa sveitarfélaga til fundar um raforkumál á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri 30. nóvember 2016 kl. 13:30 Efni fundarins:
18.11.2016 | LESA

Lesa meira

Aðalfundur Eyþings 2016

Aðalfundur Eyþings var haldinn dagana 11. og 12. nóvember sl. á Þórshöfn í Langanesbyggð. Á aðalfundinum fengum við erindi frá Önnu Lóu Ólafsdóttur um samstarf og samvinnu. Rætt var um samstarf og stoðstofnanir sveitarfélaga. Kristján Þór Júlíusson fyrsti þingmaður kjördæmisins flutti ávarp fyrir hönd þingmanna kjördæmisins. Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga komst ekki vegna veðurs. Sú nýjung var á dagskrá að í lok fundar sátu þingmennirinir Kristján Þór Júlíusson, Steingrímur Sigfússon, Þórunn Egilsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir fyrir svörum.
16.11.2016 | LESA

Lesa meira

Aðalfundur Eyþings 2016 verður 11. og 12. nóvember

Aðalfundur Eyþings verður haldinn 11. og 12. nóvember á Þórshöfn í Langanesbyggð. Dagskrá fundarins má finna hér
03.10.2016 | LESA

Lesa meira