Fréttir

Samráðsfundur um gerð svæðisskipulags

Kynningar- og samráðsfundur til undirbúnings svæðisskipulagsgerð var haldinn þann 5. apríl á Akureyri. Til hans voru boðaðir fulltrúar sveitarfélaga og verkefnisstjórnar DMP verkefnisins svokallaða en það snýst um stefnu og aðgerðaáætlun fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi. Einnig voru boðið fulltrúum frá Markaðsstofu Norðurlands og tengdum aðilum, atvinnuþróunarfélögunum á svæðinu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarði, Minjastofnun, Byggðastofnun, Vegagerðinni og fleiri aðilum.
10.04.2017 | LESA

Lesa meira

Kynning á skipulagsmálum haf- og strandsvæða

Eyþing, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Verkís verkfræðistofa boðuðu til kynningar á skipulagsmálum haf- og standsvæða þann 22. mars sl. Gunnar Páll Eydal frá Verkís og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga voru með framsögu en þeir hafa mikla reynslu af skipulagsmálum haf- og strandsvæða. Fundurinn var mjög upplýsandi og fræðandi. Farið var yfir langa reynslusögu Vestfirðinga af þessum málum. Ásamt því að ítarlega var farið yfir drög að frumvarpi um skipulag haf- og strandsvæða. Miklar umræður spunnust í framhaldi af erindum þeirra.
23.03.2017 | LESA

Lesa meira

Öxarfjörður í sókn-fyrirtækjaheimsóknir

Á svæði Eyþings eru fjórar byggðir skilgreindar sem „Brothættar byggðir“ Stjórn Eyþings skipaði Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóra Eyþings í verkefnastjórnir Raufarhafnar og Öxarfjarðar og Gunnar Gíslason í verkefnastjórnir Grímseyjar og Hríseyjar. Sl. föstudag fór verkefnastjórn verkefnisins Öxarfjörður í sókn ásamt Silju Jóhannesdóttur, verkefnastjóra, og heimsótti nokkur fyrirtæki á svæðinu. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér betur þá starfsemi sem þar er. Verkefnastjórnin fundaði í Gljúfrastofu en heimsótti einnig Rifós, Verslunina Ásbyrgi, Silfurstjörnuna og Fjallalamb.
13.03.2017 | LESA

Lesa meira

Heimsókn SASS

Stjórn og framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga komu í heimsókn á skrifstofu Eyþings sl. föstudag. Stjórn SASS byrjaði daginn á stjórnarfundi í húsakynnum Eyþings. Síðan kynnti Pétur Þór Eyþing og starfsemi þess. Jafnframt var farið í skoðunarferð um Hafnarstræti 91 og kynntar þær stofnanir sem eru þar til húsa. Starfsfólk Eyþings þakkar SASS fólki kærlega fyrir skemmtilega samverustund.
07.03.2017 | LESA

Lesa meira

Frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi

Stjórn Eyþings sendi frá sér umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi þann 23. febrúar sl.
28.02.2017 | LESA

Lesa meira

Kemstu til Reykjavíkur á rafbílnum þínum?

Eyþing og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra boða til opins fundar um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Norðurlandi. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar kl. 17-19 í Hömrum í Hofi á Akureyri.
20.01.2017 | LESA

Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum fyrir árið 2017 Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni, auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2017.
11.01.2017 | LESA

Lesa meira

Bókun stjórnar vegna frumvarps til fjárlaga 2017

Stjórn Eyþings fjallaði um frumvarp til fjárlaga 2017 á fundi sínum föstudaginn 16. desember og samþykkti eftirfarandi bókun: Á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í apríl sl. kynntu fulltrúar Eyþings tvö mál fyrir nefndinni sem lögð var rík áhersla á að færi inn í fjögurra ára samgönguáætlun. Undir sjónarmið Eyþings var tekið og lagði nefndin til að þessi verkefni færu inn á áætlun, annars vegar að lokið yrði við gerð Dettifossvegar og hins vegar að áfram yrði unnið að undirbyggingu flughlaðs á Akureyrarflugvelli með því að nýta til þess efni sem til fellur úr Vaðlaheiðargöngum.
19.12.2016 | LESA

Lesa meira

Umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 hafið

Fjarskiptasjóður auglýsir nú umsóknarferli vegna verkefnisins Ísland ljóstengt sem er landsátak stjórnvalda í uppbyggingu ljósleiðarakerfa utan markaðssvæða í dreifbýli. Stefnt er að undirritun styrktarsamninga vegna Ísland ljóstengt 2017 í febrúar næstkomandi.
14.12.2016 | LESA

Lesa meira

Raforkumál á Norðurlandi eystra.

Eyþing og Orkustofnun boða fulltrúa sveitarfélaga til fundar um raforkumál á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA, Akureyri 30. nóvember 2016 kl. 13:30 Efni fundarins:
18.11.2016 | LESA

Lesa meira