Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra úthlutar 76 milljónum

Ljósmynd tók Ari Páll Pálsson.
Ljósmynd tók Ari Páll Pálsson.

Föstudaginn 7. febrúar, úthlutaði Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra 76 milljónum króna til menningar, atvinnuþróunar og nýsköpunar við athöfn í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Ávörp fluttu Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, Eyþór Björnsson, framkvæmdarstjóri SSNE, Eva Hrund Einarsdóttir, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs og Hilda Jana Gísladóttir, formaður stjórnar SSNE. Jólasveinarnir í Dimmuborgum sáu um skemmtiatriðin og Sel-Hótel sá um veitingarnar. 

Sjóðurinn er samkeppnissjóður og veitir verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Samningurinn er hluti af samningi milli SSNE og ríkisins um Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024. 

Uppbyggingarsjóði bárust samtals 158 umsóknir, þar af 68 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 90 til menningar. 

Uppbyggingarsjóður samþykkti að veita 82 verkefnum styrkvilyrði að upphæð 76 mkr. Samtals var sótt um tæpar 335 mkr.

Yfirlit yfir styrkhafa má nálgast hér.