SBA og Fjallasýn taka við akstri almenningsvagna

Hópferðabílar Akureyrar munu hætta akstri almenningsvagna eftir daginn í dag og taka SBA-Norðurleið og Fjallasýn við fimmtudaginn 23. maí. SBA-Norðurleið tekur við akstri á leið 56 milli Akureyrar og Egilsstaða og leið 78 milli Akureyrar og Siglufjarðar. Fjallasýn tekur hins vegar við akstri á leið 79 milli Akureyrar og Húsavíkur.