Opnað hefur verið fyrir Eyrarrósina 2020.

Eyrarrósin er viðurkenning veitt framúrskarandi menningarverkefnum sem þegar hafa fest sig í sessi utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósinni fylgja peningaverðlaun að upphæð 2.000.000 kr. Tvö önnur tilnefnd verkefni hljóta einnig peningaverðlaun að upphæð 500.000 kr. 

Umsóknarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 7. janúar 2020.

Upplýsingar um umsóknareyðublað má finna á vef Eyrarrósarinnar: www.listahatid.is/eyrarrosin

Öllum umsóknum verður svarað.