Málþing um Vaðlaheiðargöng í Hofi á Akureyri

Málþing um Vaðlaheiðargöng fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri mánudaginn 29. maí næstkomandi.

Vaðlaheiðargöng hf. standa fyrir málþinginu. 

Framsögumenn eru

•         Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstóri. Fjallar um gildi Vaðlaheiðarganga fyrir samfélagið.

•         Björn A. Harðarsson, umsjónarmaður verkkaupa. Helstu áskoranir og frávik við gerð Vaðlaheiðarganga.

•         Friðleifur Ingi Brynjarsson, Vegagerðin.  Umferðaþróun.

•         Ólafur Ásgeirsson, IFS Greining.  Viðskiptaáætlun Vaðlaheiðarganga.

Málþinginu lýkur með pallborðsumræðum með þátttöku frummælenda. 

Viðburðurinn hefst klukkan 16.00 og stendur til klukkan um 18.00.