LÝSA - ROKKHÁTÍÐ SAMTALSINS

LÝSA - rokkhátíð samtalsins verður haldin í þriðja sinn á Akureyri, 6. og 7. september 2019 í Menningarhúsinu Hofi.

LÝSA er vettvangur fyrir hressileg samtöl um samfélagið þar sem allir geta komið og varpað ljósi á sín málefni. Á hátíðinni verða félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir með fjörlegar umræður og málþing í bland við tónlistaratriði og aðrar uppákomur. Markmið hátíðarinnar er að hvetja til uppbyggjandi skoðanaskipta milli almennings, félagasamtaka og stjórnmálafólks.

Þátttaka almennings á LÝSU er án endurgjalds og öllum opin. Komdu og vertu með!

Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á Lysa.is