Fundur í fulltrúaráði Eyþings

Fundur í fulltrúaráði Eyþings var haldinn á Húsavík 8. júní sl. 

Aðalumræðuefni fundarins var skýrsla sem unnin var af Hjalta Jóhannessyni og Arnari Þór Jóhannessyni hjá RHA að beiðni stjórnar Eyþings. En á aðalfundi Eyþings á Þórshöfn 11.-12. nóvember 2016 var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Aðalfundur Eyþings samþykkir að fela stjórn að kanna kosti og galla sameiningar Eyþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar“. Skýrslan ber heitið Sameining Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra og hana má finna hér

Einnig var Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður Eyþings með stutta samantekt um starf Eyþings frá aðalfundi.