Frá kynningar- og samræðufundi um snjallsímaforritið Iceland Creative Trails

Kynningar- og samræðufundur um snjallsímaforritið Iceland Creative Trails fór fram í Norðurslóðasetrinu á Akureyri þann 17. apríl sl. Til fundarins voru boðaðir fulltrúar safna og handverkshúsa á Norðurlandi ásamt hönnuðum og handverksfólki af svæðinu. 

Á fundinum var snjallsímaforritið Iceland Creative Trails kynnt en það miðar að því að koma söfnum og fyrirtækjum innan skapandi greina á Norðurlandi á framfæri til ferðamanna. Nú þegar hafa 10 hönnuðir og 7 söfn á Norðurlandi eystra skráð sig en markmiðið er að öll söfn, hönnuðir og handverkshús á Norðurlandi verði þátttakendur í appinu. Ásamt kynningu á appinu var framtíð þess rædd, s.s. markaðssetning, viðhaldskostnaður og ábyrgðaraðilar. 

Fundurinn var vel sóttur og var fundargestum boðið upp á súpu, brauð og kaffi.

 Frekari upplýsingar um verkefnið veitir Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi, netfang vigdis@eything.is og Hulda Jónsdóttir verkefnastjóri Creative Momentum, netfang hulda@eything.is