Fjarfundamenning

Á síðasta ári hlutu Þekkingarnet Þingeyinga ásamt SÍMEY styrk úr sóknaráætlun Norðurlands eystra  til að vinna að verkefni sem ber heitið fjarfundamenning.
Meginmarkmið með framkvæmd verkefnisins voru að auka og efla þekkingu og notkun kjörinna fulltrúa á Norðurlandi eystra á fjarfundum í nefndum/ráðum/stjórnum sveitarfélaga. Auka þekkingu starfsmanna stjórnsýslunnar á notkun fjarfunda í daglegu starfi og gera sveitarfélögin á svæðinu betur í stakk búin til að innleiða störf án staðsetningar.

Á heimasíðu Þekkingarnets Þingeyinga og Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar-SÍMEY má nálgast vefnámskeiðin í formi talglæra um lög og reglur og fundarstjórn og tækni, ásamt hagnýtum bæklingi um fjarfundi og ítarlegri lokaskýrslu um verkefnið.