Eyrarrósarlistinn 2020

Eyrarrósin, sem nú er veitt í sextánda sinn, er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. Alls bárust 25 umsóknir um Eyrarrósina 2020 hvaðanæva af landinu.

Sex verkefni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann í ár. Þau eru: 

Júlíana - hátíð sögu og bóka (Stykkishólmur)

Kakalaskáli í Skagafirði (Akrahreppur)

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði (Fjallabyggð, Siglufjörður)

Plan B Art Festival (Borgarbyggð/Vesturland)

Reykholtshátíð (Borgarfjörður/Vesturland)

Skjaldborg - Hátíð íslenskra heimildarmynda (Patreksfjörður)


Þrjú verkefnanna hljóta formlega tilnefningu til verðlaunanna og eiga þar með möguleika á að hljóta Eyrarrósina 2020. Þau eru: Kakalaskáli í SkagafirðiMenningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Skjaldborg - hátíð íslenskra heimildamynda á Patreksfirði. 

Eyrarrósin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar næstkomandi á Seyðisfirði, heimabæ handhafa Eyrarróasarinnar 2019; listahátíðarinnar List í ljósi. Frú Eliza Reid, verndari Eyrarrósarinnar mun afhenda verðlaunin.

Eyrarrósin er samstarfsverkefni Listahátíðar, Byggðastofnunar og Air Iceland Connect.

Um verkefnin má lesa nánar hér.