Dagskrá aðalfundar Eyþings 2015

Aðalfundur Eyþings verður haldinn 9. og 10. október 2015 í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit.

Föstudagur 9. október.

12.30               Skráning.

13.00               Fundarsetning. Logi Már Einarsson formaður Eyþings.

Kosning tveggja fundarstjóra og tveggja ritara
Kosning kjörnefndar
Skýrsla stjórnar
Skýrsla menningarfulltrúa
Ársreikningur og fjárhagsáætlun
Tillögur og erindi frá stjórn og fulltrúum

13.50               Staða og framtíð Háskólans á Akureyri

                        Eyjólfur Guðmundsson rektor

14.15               Staða og framtíð framhaldsskólanna

                        Svanfríður Inga Jónasdóttir ráðgjafi frá Ráðrík ehf.

14.40               Strætó hjá Eyþingi – sagan og staðan í dag

                        Geir Kristinn Aðalsteinsson í nefnd Eyþings um almenningssamgöngur      

15.05               Fyrirspurnir og umræður

15.30               Kaffihlé.

16.00               Ávörp.

Innanríkisráðherra

Samband ísl. sveitarfélaga (formaður eða framkvæmdastjóri)

1. þingmaður Norðausturkjördæmis

Stuttar fyrirspurnir frá aðalfundarfulltrúum                      

17.00               Nefndastörf.

17.40               Fundarhlé.

18.45               Óvissuferð í boði Hörgársveitar.

20.15               Kvöldverður í Skjaldarvík. Veislustjórn í höndum heimamanna.

 

Laugardagur 10. október.  

09.00               Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (skýrsla heilbrigðisnefndar, ársreikningur, fjárhagsáætlun, fyrirspurnir).

09.30               Sóknaráætlun 2015 - 2019                     

10.00               Nefndastörf.        

11.45               Hádegisverður.

12:30               Álit nefnda.  Afgreiðsla tillagna og ályktana, kosningar o.fl.

  • Aðgerðaáætlun fyrir Eyþing 2015-16, afgreiðsla tillagna.
  • Ársreikningur 2014.
  • Afgreiðsla á endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2015 og fjárhagsáætlun 2016.
  • Kosning eins fulltrúa í stjórn Eyþings og varamann hans.
    • Val á endurskoðanda til eins árs.
    • Ákvörðun um fundarstað næsta aðalfundar.
    • Önnur mál.

13:45               Áætluð fundarslit.

Ath. Stjórn Eyþings áskilur sér rétt til breytinga á dagskránni