Brothættar byggðir - Íbúaþing í Öxarfirði

Samfélagið við Öxarfjörð var eitt af tólf byggðarlögum sem óskuðu eftir þátttöku í verkefni Byggðastofnunar, Brothættum byggðum, árið 2014 og eitt þriggja sem urðu fyrir valinu. Að verkefninu við Öxarfjörð standa Byggðastofnun, Norðurþing, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og Eyþing og síðast en ekki síst, íbúarnir.

Góð þátttaka íbúa er lykilatriði varðandi árangur af verkefninu.

Íbúaþing var haldið í Lundi, Öxarfirði, helgina 16.-17. janúar og var þátttaka íbúa mjög góð en um 60 manns mættu á þingið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.