Breytingar á leiðum 78 og 79

Leið 79.
Ákveðið hefur verið að strætó mun keyra leið 79 (Húsavík-Þórshöfn) alla daga nema laugardaga það sem eftir lifir sumars þ.e. ekki þarf lengur að panta með 4 tíma fyrirvara.

Ferjuferð Strætó (leið 78) hófst 1. júlí
Bíllinn fer frá Akureyri til Dalvíkur, ekur niður að höfn á Dalvík og tekur farþega úr Grímseyjarferjunni. Bíllinn fer svo niður á Ársskógssand og tekur farþega úr Hríseyjarferjunni og fer þaðan til Akureyrar.

Þetta eru góðar viðbætur við samgöngur á Norðurlandi eystra.

Sjá frekari upplýsingar um leið 78 hér.