Aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina

Opnað verður fyrir umsóknir um aukaúthlutun styrkja á sviði menningarstarfs og skapandi greina á allra næstu dögum. Stuðningurinn, sem nemur alls 500 milljónum kr., byggir á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins, sem samþykkt var á Alþingi þann 30. mars sl. 

Áskorun listgreina er mismikil og því var sú leið farin við úthlutun fjármuna að gera hlutfallslega skiptingu í þremur flokkum út frá umfangi vandans þar sem til grundvallar lágu upplýsingar frá miðstöðvum lista, samtökum listgreina og listamönnum sjálfum um áhrif COVID-19.  

Framlögin skiptast sem hér segir: 
Kvikmyndasjóður 120 milljónir kr.
Starfsemi atvinnuleikhópa 99 milljónir kr.
Tónlistarsjóður 86 milljónir kr. 
Myndlistarsjóður 57 milljónir kr.
Hönnunarsjóður, 50 milljónir kr.
Bókmenntasjóður, 38 milljónir kr.

Þá verður 50 milljónum kr. varið til skráningar menningararfs.

Fréttina í heild sinni má nálgast hér.