Aðalfundur Eyþings 2016

Aðalfundur Eyþings var haldinn dagana 11. og 12. nóvember sl. á Þórshöfn í Langanesbyggð. Á aðalfundinum fengum við erindi frá Önnu Lóu Ólafsdóttur um samstarf og samvinnu. Rætt var um samstarf og stoðstofnanir sveitarfélaga. Kristján Þór Júlíusson fyrsti þingmaður kjördæmisins flutti ávarp fyrir hönd þingmanna kjördæmisins. Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga komst ekki vegna veðurs. Sú nýjung var á dagskrá að í lok fundar sátu þingmennirinir Kristján Þór Júlíusson, Steingrímur Sigfússon, Þórunn Egilsdóttir og Bjarkey Gunnarsdóttir fyrir svörum.

Eftir fundardag á föstudag var farið í skemmtilega óvissuferð í boð Langarnesbyggðar. Farið var í Ísfélagið og til fjölskyldufyrirtækisins Geirs ehf. Eftir óvissuferðina var haldið til  kvöldskemmtunar á veitingarstaðnum Bárunni. 

Á aðalfundinum var kosin ný stjórn. 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður, Akureyri
Eva Hrund Einarsdóttir, Akureyri
Sif Jóhannesdóttir, Norðurþing
Eiríkur Haukur Hauksson, Svalbarðsstrandahreppur
Elías Pétursson, Langanesbyggð
Gunnar I. Birgisson, Fjallabyggð
Arnór Benónýsson, Þingeyjarsveit

Varamenn:

Sigríður Huld Jónsdóttir, Akureyri
Gunnar Gíslason, Akureyri
Olga Gísladóttir, Norðurþing
Ásta Fönn Flosadóttir, Grýtubakkahreppur
Sigurður Þór Guðmundsson, Svalbarðshreppur
Heiða Hilmarsdóttir, Dalvíkurbyggð
Yngvi Ragnar  Kristjánsson, Skútustaðahreppur