Byggðastofnun stendur fyrir málþingi um raforkumál á Íslandi fimmtudaginn 8. mars næst komandi í Hofi á Akureyri. Málþingið hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:30. Boðið verður upp á léttan hádegisverð frá kl. 12:00.
Umfjöllunarefni er einkum flutningskerfi raforku á Íslandi. Atvinnufyrirtæki víða um land þurfa raforku til starfsemi sinnar, bæði til að fá hreina orku í stað orku sem framleidd er með olíu vegna starfsemi sem þegar er til staðar og eins til að geta aukið við eða farið út í nýja starfsemi. Á vissum svæðum er orkuöryggi ekki nægjanlega tryggt. Endurnýjun flutningskerfis raforku hefur ekki átt sér stað og illa hefur gengið að koma endurnýjun lína eða nýjum línuleiðum í gegnum umsóknarferli og á framkvæmdastig. Þessi staða kemur niður á atvinnulífi, ekki síst í landsbyggðunum.
27.02.2018 | LESA