Almenningssamgöngur

Eyþing rekur tvær leiðir innan landshlutans samkvæmt samningi við Vegagerðina: leið 78 (milli Akureyrar og Siglufjarðar) og leið 79 (milli Akureyrar og Húsavíkur). Þá eru tvær leiðir milli landshluta reknar í samstarfi með öðrum: leið 56 (milli Akureyrar og Egilsstaða) og leið 57 (milli Akureyrar og Reykjavíkur).

Í upphafi árs 2012 yfirtók Eyþing með samningi við Vegagerðina rekstur almenningssamgangna á Norðurlandi eystra en frá 1. september 2011 hefur Eyþing rekið leið 57 ásamt fleiri landshlutasamtökum. Í byrjun árs 2013 tóku Hópferðabílar Akureyrar ehf. að sér akstur á leiðum 78, 79 og 56. Áður hafði verið samið við Hópbíla hf. vegna aksturs á leið 57.

Árið 2012 var einnig gerður þjónustusamnningur við Strætó bs. en í honum felst meðal annars að Strætó bs. hannar leiðarkerfi fyrir svæðið, heldur utan um upplýsingar er varðar akstur á svæðinu, sér um upplýsingargjöf og fleira.